Mikið veitt af norsk-íslenskri síld

Góð aflabrögð hafa verið á árinu hjá íslenskum spum ssem stunda veiðar á uppsjávarfiski úr deilistofnum. Um er að ræða kolmunna, makríl og norsk-íslenska síld. Fiskistofa hefur tekið saman  yfirlit yfir afla fyrstu ellefu mánuði ársins í  norsk-íslenskri síld, makríl, úthafskarfa á Reykjaneshrygg og kolmunna.

Góð aflabrögð í kolmunna

Það sem af er ári hafa íslensk skip veitt rúm 198 þúsund tonn af kolmunna.  Aflinn á sama tíma í fyrra var nokkuð minni eða 163.023 tonn. Mestur afli á þessari vertíð er fenginn að venju í lögsögu Færeyja eða rúm 162 þúsund tonn og í íslenskri lögsögu 26,5 þúsund tonn. Aflahæsta skipið í kolmunnaveiðum á þessari vertíð er Börkur NK-122 með 18.772 tonn. Næst kemur Bjarni Ólafsson AK-70 með 17.105 tonn.

Litlu minni makrílafli en á síðasta ári

Makrílvertíð er lokið og er heildarafli íslenskra skipa á vertíðinni 167 þúsund tonn. Þetta er litlu minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var 168 þúsund tonn. Íslensk skip fengu 106,2 þúsund tonn eða 63,5% aflans í íslenskri lögsögu en 57,8 þúsund tonn á alþjóðlegu hafsvæði.

Aflahæsta skipið á makrílveiðunum á vertíðinni er Venus NS-150 með 11.723 þúsund tonn. Næst kemur Víkingur AK-100 með 11.400 tonn og Vilhelm Þorsteinsson EA-11 með 10.560 tonn.

Tæplega helmingi meiri síldarafli en á síðasta ári

Heildarafli íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld er það sem af er ári 90 þúsund tonn en á síðasta ári var aflinn 50 þúsund tonn. Aflinn er að mestu fenginn úr  íslenskri lögsögu eða  58.968 tonn (65%) og 26 þúsund tonn úr færeyskri lögsögu.

Skiptingu afla íslenskra skipa í úthafstegundum eftir veiðisvæðum er hægt að skoða hér.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Leiðindaveður á loðnumiðunum

Íslensku loðnuskipin voru að fá ágæt köst á föstudag og laugardag en í gær var erfitt að kasta vegna leiðindaveðurs. Flotinn v...

thumbnail
hover

Fullbúið uppsjávarskip eftir breytingarnar

Á dögunum lauk hjá Slippnum Akureyri ehf. viðamiklum breytingum á uppsjávarskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111 sem er í eigu Eskju hf. ...

thumbnail
hover

Illa gengur að ná ufsanum

Á sl. þremur fiskveiðiárum hafa veiðar á ufsa vikið langt frá útgefnum veiðiheimildum.  Um 35 þúsund tonn vantar upp á fulla n...