Mikil aukning í strandveiðum fyrir vestan

Strandveiðibátar á svæði A juku afla sinn um 649 tonn á nýafstöðnu strandveiðitímabili miðað við tímabilið í fyrra.  Á svæði B minnkaði aflinn um 288 tonn og 461 tonn á svæði C. Bátar á svæði D fiskuðu hins vegar 84 tonnum meira en í fyrra. Heildarafli á öllum svæðum varð 9.777 tonn, sem er 9 tonnum minna minna en í fyrra. Það er 96% af leyfilegum heildarafla, sem er 10.200 tonn.

Aflinn á svæði A varð alls 4.340 tonn nú, en var 3.691 tonn á tímabilinu í fyrra. Afli á bát var nú 21.5 tonn, sem er rúmum 5 tonnum meira en í fyrra. Aukningin skýrist af mun fleiri dögum á sjó nú en í fyrra, þar sem aflahámark var ekki í gildi fyrir hvert veiðisvæði eins áður hefur verið. Munar þar um um 900 dögum og voru veiðidagar á bát að meðaltali 32 en 24,4 í fyrra.

Á svæði B varð aflinn 1.930 tonn, sem er samdráttur um 288 tonn, enda fækkaði bátum um 16 milli ára. Afli á bát varð 17,7 tonn, sem er aukning um 1,3 tonn. Dögum á sjó fækkaði því í heildina, en að jafnaði voru bátarnir jafnmarga daga á sjó nú og í fyrra.

Á svæði C féll aflinn verulega eða úr 2.364 í 1.902 tonn. Bátarnir voru nú aðeins 78 á móti 95 í fyrra. Veiðidögum fækkaði að sama skapi.

Bátar á svæði D veiddu 1.606 tonn, sem er aukning um 84 tonn. Bátum fjölgaði um 7 og voru nú 68. Afli á bát var13,3 tonn og lækkaði um 1,1 tonn frá árinu áður. Það er því aukinn fjöldi báta sem stendur að auknum afla.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...