Miklar sveiflur í aflaverðmæti milli landshluta

Miklar sveiflur voru í febrúar á verðmæti landaðs afla eftir landshlutum. Á vestanverðu landinu jókst verðmætið um 50%, en féll víðast hvar annars staðar eða var undir landsmeðaltalinu, sem var 25% hækkun.

Að vanda var verðmæti landaðs afla á höfuðborgarsvæðinu langmest, eða langleiðina í þrjá milljarða króna, sem var 50% vöxtur. Svipuð aukning varð í verðmæti landaðs afla á Vesturlandi eða 50,3%, en það var þó aðeins um einn milljarður króna. Á Vestfjörðum jókst verðmætið svipað eða um 48%, en heildarverðmæti þar var þó ekki nema 743 milljónir króna.

Á Suðurnesjum var landað afla að verðmæti 2,2 milljarðar króna. Aukningin þar var um 23%, sem er rétt undir meðaltalinu. Verðmæti landaðs afla á Austurlandi varð 1,5 milljarður, sem er aðeins vöxtur um 7,7%. Norðurland eystra fylgir fast á eftir Austfjörðunum með tæpan 1,5 milljarð króna. Þar er aukning verðmæta 21%.

Á Suðurlandi var verðmæti landaðs afla 646 milljónir króna. Það er samdráttur um 18% og Norðurland vestra rekur lestina með 255 milljónir króna í aflaverðmæti og þar er samdrátturinn 23%.

Skýringar á þessum sveiflum geta verið margar. Engin loðnuveiði er hluti þeirra, en annars að landanir á botnfiski hafi dreifst öðru vísi en í febrúar í fyrra, þar sem nánast öll verðmætaaukning í ár er í þorski og ýsu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...