Minni kolmunnaveiði olli aflasamdrætti í maí

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í maí var 122.166 tonn sem er 13% minni afli en í maí 2018. Samdráttinn má að mestu rekja til minni kolmunaafla (- 21 þúsund tonn). Botnfiskafli nam rúmum 48 þúsund tonnum í maí sem er 7% meiri afli en í maí síðasta árs samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þorskafli jókst um 3% miðað við maí 2018, ýsuafli jókst um 20% og ufsaafli um 31%. Uppsjávarafli var 23% minni en í maí 2018 og var nær eingöngu kolmunni. Flatfiskafli minnkaði um 11% miðað við maí 2018 og skel- og krabbadýraafli dróst saman um 29%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2018 til maí 2019 var tæplega 1.096 þúsund tonn sem er samdráttur um 14% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í aflamagni er eingöngu vegna minni uppsjávarafla.

Afli í maí, metinn á föstu verðlagi, var 2,5% meira en í maí 2018.

Ástæður minni kolmunnaafla í má má rekja til þess að skipin þurftu að sækja aflann suður fyrir Færeyjar um tíma. Því fór mikill tími í siglingar til og frá miðunum og miklar brælur hömluðu oft veiðunum.

Fiskafli
  Maí Júní-maí
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 100 103 2,5
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 140.913 122.166 -13 1.271.704 1.095.885 -14
Botnfiskafli 45.263 48.279 7 475.725 492.828 4
Þorskur 25.763 26.469 3 279.870 279.240 0
Ýsa 3.389 4.068 20 40.393 59.641 48
Ufsi 5.725 7.528 31 57.108 67.496 18
Karfi 5.296 5.073 -4 63.479 54.874 -14
Annar botnfiskafli 5.089 5.142 1 34.875 31.577 -9
Flatfiskafli 3.634 3.246 -11 25.820 26.638 3
Uppsjávarafli 90.490 69.561 -23 758.988 564.648 -26
Síld 0 0 125.431 124.075 -1
Loðna 0 0 186.333 0
Kolmunni 90.355 69.167 -23 282.235 304.537 8
Makríll 135 394 192 164.988 136.036 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0
Skel-og krabbadýraafli 1.527 1.080 -29 11.136 11.769 6
Annar afli 0 0 35 1 -96

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...