Moka upp makríl við Keflavík

„Þetta hefur verið fín vertíð. Hún byrjaði reyndar seint en eftir að hún komst á skrið hefur veiðin verið góð. Við erum núna að landa 10 tonnum og það hefur verið mokveiði hérna við Keflavík,“ sagði Unnsteinn á Sigga Bessa í gær.

Unnsteinn á Löndunarkrananum.

Unnsteinn á Löndunarkrananum.

Töluverður fjöldi smábáta var þá að veiðum rétt við Keflavíkurhöfn og mokfiskuðu. Þá voru tugir manna við stangveiðar á bryggjunni og var ekki annað að sjá en afli þeirra væri líka með besta móti.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er makrílaflinn orðinn um 50.000 tonn. Aflareynsluskipin eru með langmest af því eða um 40.300 tonn. Aðeins tvö vinnsluskip hafa landað makríl, samtals 1.600 tonnum, en það eru Grindavíkurtogararnir Gnúpur og Hrafn Sveinbjarnarson. Afli smábátanna er skráður um 2.500 tonn. Þessar tölur eru hins vegar fljótar að breytast þegar svona mikið fiskast og landburður er eins og í Keflavík.
Myndir Hjörtur Gíslason

Mok á makrílnum. 10 tonn um borð í Sigga Bessa SF.

Mok á makrílnum. 10 tonn um borð í Sigga Bessa SF.

Mikill fjöldi fólks var við veiðar á bryggjunni og álíka margir að fylgjast með.

Mikill fjöldi fólks var við veiðar á bryggjunni og álíka margir að fylgjast með.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dregur úr löndun VS-afla

Landanir á svokölluðum VS-afla hafa farið minnkandi á síðustu árum. Á tímabilinu 2012-2013 til 2017-2018 var landaður VS-afli rú...

thumbnail
hover

Fyrstu nemendurnir ljúka stjórnendanámi

  Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skí...

thumbnail
hover

Stoppað í gat á sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) föstudaginn 16. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við ...