Á músaveiðum með símaskrá að vopni

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er Sigurður Jónsson, verkstjóri í saltfiskvinnslu Vísis hf. í Grindavík. Hann fór 15 ára í starfskynningu með netabátnum Pétri Jónssyni, tíu daga túr. Síðan hefur hann verið viðloðandi sjávarútveginn fyrir vestan, austan og á Reykjanesi. Hann hefur áhuga á golfi.

Nafn?

Sigurður Jónsson.

Hvaðan ertu?

Uppalinn á Seltjarnarnesi .  Bjó rétt fyrir ofan gamla Ísbjörninn, þar sem maður lék sér oft á vinnusvæðinu.  Einnig var ég með annan fótinn í Kjósinni, þar sem góða veðrið á heima.

Fjölskylduhagir?

Giftur Þorgerði  Guðný Guðmundsdóttir og eigum við eina dóttir  sem er 22 ára og einn son sem er 19 ára.

Hvar starfar þú núna?

Verkstjóri í saltfiskvinnslu Vísis hf. Í Grindavík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Vorið 1978 fór ég í starfskynningu , Þá 15 ára í  tíu daga túr með netabátnum Pétri Jónsyni  sem gerði út frá Reykjavík.  Ári seinna fór ég einn túr á togarann Hólmatind SU. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn, sérstaklega þegar maður vinnur í fyrirtæki sem er í stöðugri  tækniþróun.  Einnig að kynnast öllum þeim sem vinna við greinina.

En það erfiðasta?

Þegar það fiskast lítið.  Lítið að gera. Einnig þegar maður var látinn seyla misgamla hausa á laugardagsmorgnum eftir djamm næturinnar í gamla daga.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Vera á músaveiðum inni í verkstjórakompunni á Flateyri með símaskrá sem vopn talandi við Kaupfélagsstjórann í símann. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Steini Matt á Hornafirði, frábær verkstjóri og góður vinnuveitandi.  Frelsaðist eftir að ég fór frá Höfn og hefur, held ég gengið á Guðs vegum eftir það.

Hver eru áhugamál þín?

No 1 Golf No 2 Golf og No 3 Golf.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Kótilettur í raspi a la mamma Jóns Steinars.

Hvert færir þú í draumfríið?

Golfferð með frúnni til Tælands.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...