Fór í Norðursjóinn 17 ára

Hann byrjaði 15 ára hjá Bæjarútgerðinni, fór í Norðursjóinn 17 ára. Hann var á sjó með skóla í 10 ár, en síðan hefur hann unnið við margvísleg störf tengd sjávarútvegi í landi. Þetta er Rafn Haraldsson, maður vikunnar á Kvótanum.

Nafn?

Rafn Haraldsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur í Reykjavík, en ættaður úr Strandasýslu.

Fjölskylduhagir?

Giftur Elsu Maríu Björnsdóttur, við eigum einn son, tvær dætur og fjórar afastelpur.

Hvar starfar þú núna?

HB Granda hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði í frystihúsi Bæjarútgerðarinnar í Reykjavík sumarið sem ég var 15 ára, var hjá Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni Örfirisey 16 ára og síðan á sjó. Fór í Norðursjóinn sumarið sem ég var 17 ára og síðan milli skóla og eftir skóla á sjó næstu 10 ár þar á eftir.  Eftir það alla tíð í landi í kringum sjávarútveg.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn og stanslaust nýjar áskoranir.

En það erfiðasta?

Ætli það hafi ekki verið fyrsti túrinn í Norðursjónum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Spurning hvort var skrýtnara þegar ég datt í sjóinn á milli báta bakvið Slysavarnarhúsið og tapaði gleraugunum í sjóinn, eða þegar ég var sofandi um borð í Guðmundi RE og við vorum á fullri ferð, með fullt skip af loðnu, vestur með suðurströndinni, þegar annað skip siglir á fullu inn í hliðina á okkur og skipið nötraði allt og allir hlupu upp í brú.  Gat kom á síðuna og við gátum horft út um gatið úr borðsalnum.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir og margra vina minna og snillinga að minnast sem horfið hafa úr þessum heimi.

Hver eru áhugamál þín?

Ferðalög með fjölskyldunni, knattspyrna, stangveiði og skotveiði.          
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fyrir utan jólarjúpurnar og hamborgarhrygg er það góður steiktur fiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Leigja kastala í Evrópu og vera þar með alla fjölskylduna.              

 

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...