Ný nýtingaráætlun fyrir síld samþykkt

Samningaviðræðum strandríkja sem aðild eiga að veiðum á uppsjávarfiski við Norðaustur-Atlantshaf lauk í gær. Samkomulag náðist um ýmsa þætti en ekki þá mikilvægustu, sem eru skipting heimilda milli strandríkjanna. Viðræðunum verður haldið áfram síðar í þessum mánuði og í byrjun þess næsta.

Viðræður vegna makrílveiða verða teknar upp á ný 24. október í London og gert ráð fyrir að þær standi í þrjá daga. Þá liggur fyrir að ræða um framlengingu og útvíkkun samnings Færeyja, Noregs og ESB um skiptingu veiðiheimilda milli aðildarríkjanna og ákveða leyfilegan heildarafla.

Næsti fundur um veiðar á kolmunna verður haldinn í London í byrjun nóvember. Þar er enn ekkert samkomulag um skiptingu heildaraflans milli strandríkjanna og liggur það því fyrir næsta fundi í byrjun nóvember. Eins og er er samkomulag um að fylgja ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins um 1,143.629 tonna heildarafla.

Strandveiðiþjóðirnar samþykktu í gær nýja nýtingaráætlun til lengri tíma fyrir norsk-íslenska síld. Í framhaldi þess mun Alþjóða hafrannsóknaráðið leggja fram ráðgjöf um heildarafla og aðildarlöndin síðan hefja viðræður um skiptingu hans.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...