Nýjar hugmyndir úthafssjókvíar

Mowi, stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi hefur kynnt nýjar hugmyndir úthafs-sjókvía sem fyrirtækið hefur verið að þróa og hyggst gera tilraunir með í framtíðinni. Sjá nánar hér.Kvíarnar eru ekki til þess gerðar að leysa núverandi strand-sjókvíar af hólmi heldur er um að ræða hluta af mikilli grósku sem á sér stað í þróun á sjókvíum til úthafsræktunar enda stefna Norðmenn á að auka verulega laxaframleiðslu á næstu áratugum.  Verkefnið er enn á frumstigi og óvíst hvort eða hvenær það verður að veruleika. Um þetta er fjallað í Fiskeldisblaðinu.

Ræktun í úthafs-sjókvíum, skipum eða pöllum er ekki háð þeim leyfum sem gefin eru út til strandræktunar og eru því hrein viðbót á nýjum forsendum sem er gríðarlegt tækifæri fyrir norsku laxeldisfyrirtækin til að vaxa enn hraðar.  Þar af leiðandi er miklum fjármunum nú varið til hönnunar og þróunar úthafs-kvíum, pöllu og skipum til laxeldis. Búist er við að úthafslaxinn muni í framtíðinni hafa aðra markaðssérstöðu en laxinn sem ræktaður er í fjörðum Noregs.

Hugmynd Mowi er að þessi gerð úthafs-sjókvía verði hægt að staðsetja allt að 100 km frá landi og 5-50 metra undir yfirborði sjávar eftir því hvernig viðrar á hafi úti.  Hugmyndin gerir ráð fyrir að úthafs-sjókvíarnar verði sjálfstýrðar með fullkomnum búnaði til hreinsunar og affalls þannig að ekki verði þörf til að færa þær til á milli kynslóða eftir slátrun. Noregur er stærsti laxaframleiðandi í heimi og áætluð framleiðsla árið 2019 er tæplega 1,4 milljónir tonna.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...