-->

Nýr liðsmaður til Arctic Fish

Arctic Fish hefur fengið til liðs við sig þaulreyndan stjórnanda í seiðaeldi. Johan Hansen, er 62 ára Færeyingur sem hefur reynslu af seiðaeldi sem spannar um 35 ár. Johan verður seiðaeldisstjóri í fyrirtækinu Arctic Smolt sem er í eigu Arctic Fish. Hann verður búsettur á Tálknafirði og hefur nú þegar flutt á Tálknafjörð og hóf í gær formlega störf hjá félaginu.

Arctic Fish johan-seidaeldi

Á starfsferli sínum þá hefur Johan verið í eigin seiðaeldisrekstri í Fjardara/Nordsmolt í Færeyjum , síðar vann  hann hjá Bakkafrost í Færeyjum við uppbyggingu á nýrri seiðaeldisstöð. Frá Færeyjum fluttist Johan til Noregs þar sem hann byggði upp seiðaeldisstöð fyrir Sundsfjord Smolt og nú síðast vann hann við uppbyggingu á seiðaeldisstöð fyrir Helgeland Smolt. Hann hefur borið ábyrgð á hönnun, byggingarframkvæmdum og stjórnun stöðvanna sem hann hefur starfað í .

Arctic Smolt er nú að byggja eina stærstu seiðaeldisstöð landsins sem verður með endurnýtingarkerfi á vatni. Stöðin verður líklega stærsta mannvirkið á Vestfjörðum og er áætlað að afkastagetan stöðvarinnar sem er í þremur einingum verði um 6 milljónir seiða.  Afkastagetan í fjölda seiða er þó tengd hversu stór seiði eru framleidd og það er verið að meta möguleika þess að framleiða stór sjógönguseiði til þess að stytta framleiðslutímann í sjó.

Arctic Smolt er hjartað í starfsemi Arctic Fish fyrirtækjanna og á grunni stöðvarinnar byggjast framleiðsluáætlanir fyrirtækisins. Árið 2018 er áætlað að framleiða rúmlega 2 milljónir seiða og 2019 rúmlega 3 milljónir seiða. Nú þegar er ein framleiðslueining að hluta virk og eftir þvi hvernig gengur að byggja upp framleiðsluna er stefnt er á að setja hálfa til eina milljón seiða út í sumar. Hjá Arctic Smolt starfa í dag 8 starfsmenn í seiðaeldi og um 25 starfsmenn starfa við byggingu stöðvarinnar.
Mynd og texti af bb.is

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...