-->

Nýr liðsmaður til Arctic Fish

Arctic Fish hefur fengið til liðs við sig þaulreyndan stjórnanda í seiðaeldi. Johan Hansen, er 62 ára Færeyingur sem hefur reynslu af seiðaeldi sem spannar um 35 ár. Johan verður seiðaeldisstjóri í fyrirtækinu Arctic Smolt sem er í eigu Arctic Fish. Hann verður búsettur á Tálknafirði og hefur nú þegar flutt á Tálknafjörð og hóf í gær formlega störf hjá félaginu.

Arctic Fish johan-seidaeldi

Á starfsferli sínum þá hefur Johan verið í eigin seiðaeldisrekstri í Fjardara/Nordsmolt í Færeyjum , síðar vann  hann hjá Bakkafrost í Færeyjum við uppbyggingu á nýrri seiðaeldisstöð. Frá Færeyjum fluttist Johan til Noregs þar sem hann byggði upp seiðaeldisstöð fyrir Sundsfjord Smolt og nú síðast vann hann við uppbyggingu á seiðaeldisstöð fyrir Helgeland Smolt. Hann hefur borið ábyrgð á hönnun, byggingarframkvæmdum og stjórnun stöðvanna sem hann hefur starfað í .

Arctic Smolt er nú að byggja eina stærstu seiðaeldisstöð landsins sem verður með endurnýtingarkerfi á vatni. Stöðin verður líklega stærsta mannvirkið á Vestfjörðum og er áætlað að afkastagetan stöðvarinnar sem er í þremur einingum verði um 6 milljónir seiða.  Afkastagetan í fjölda seiða er þó tengd hversu stór seiði eru framleidd og það er verið að meta möguleika þess að framleiða stór sjógönguseiði til þess að stytta framleiðslutímann í sjó.

Arctic Smolt er hjartað í starfsemi Arctic Fish fyrirtækjanna og á grunni stöðvarinnar byggjast framleiðsluáætlanir fyrirtækisins. Árið 2018 er áætlað að framleiða rúmlega 2 milljónir seiða og 2019 rúmlega 3 milljónir seiða. Nú þegar er ein framleiðslueining að hluta virk og eftir þvi hvernig gengur að byggja upp framleiðsluna er stefnt er á að setja hálfa til eina milljón seiða út í sumar. Hjá Arctic Smolt starfa í dag 8 starfsmenn í seiðaeldi og um 25 starfsmenn starfa við byggingu stöðvarinnar.
Mynd og texti af bb.is

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ólöglegar eða ósiðlegar uppsagnir!

Uppsagnir hjá Hafrannsóknastofnun í nóvember voru ýmist ólöglegar eða ósiðlegar að mati fyrrum fjármála- og mannauðsstjóra st...

thumbnail
hover

Mörg handtök í Haustaki

Þau eru mörg handtökin hjá starfsmönnum Haustaks á Reykjanesi. Á góðum degi setja þeir um 700 pakka af hausum í gám til útflutn...

thumbnail
hover

Kaup á Kambi og Grábrók staðfest

Hluthafafundur Brim hf. samþykkti eftirfarandi tillögur, annars vegar tillögu um staðfestingu á kaupum á öllu hlutafé í Fiskvinnslu...