Nýr samningur Færeyja og Noregs um fiskveiðar

Færeyingar og Norðmenn hafa skrifað undir samning um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir á árinu 2018. Samkvæmt samningnum fá færeyskir bátar og skip að veiða 4.610 tonn og þorski og 1.750 tonn af ýsu innan norskrar lögsögu. Það er aukning um 250 tonn frá árinu sem nú er að líða. Aðrar heimildir Færeyinga til veiða innan norsku lögsögunnar er óbreyttar, 500 tonn af ufsa og 200 tonn af  öðrum tegundum.

Auk þessa fá Færeyingar heimildir til veiða á 3.755 tonnum af þorski og 325 tonnum af ýsu, sem eru hluti af samkomulagi Rússa og Færeyinga um veiðar innan lögsögu Noregs.

Norsk skip fá leyfi til veiða á 2.200 tonnum af löngu og blálöngu og 1.801 tonn af keilu innan lögsögu Færeyja. Það er litlu minna en á þessu ári. Ufsakvóti Norðmanna lækkar hins vegar í 150 tonn og leyfilegur meðafli af öðrum tegundum verður óbreyttur í 800 tonnum.

Einnig fá norsk skip makrílkvóta við Færeyjar upp á 5.979 tonn og 32.540 tonna kolmunnakvóti

Færeyski þorskkvótinn við Svalbarðar er fast hlutfall af þeim heildarkvóta sem Norðmenn setja sér fyrir Barentshafið. Í samræmi við það verður þorskkvóti Færeyja við Svalbarða 1.576 tonn, sem er lítils háttar lækkun frá kvóta þessa árs.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Leiðindaveður á loðnumiðunum

Íslensku loðnuskipin voru að fá ágæt köst á föstudag og laugardag en í gær var erfitt að kasta vegna leiðindaveðurs. Flotinn v...

thumbnail
hover

Fullbúið uppsjávarskip eftir breytingarnar

Á dögunum lauk hjá Slippnum Akureyri ehf. viðamiklum breytingum á uppsjávarskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111 sem er í eigu Eskju hf. ...

thumbnail
hover

Illa gengur að ná ufsanum

Á sl. þremur fiskveiðiárum hafa veiðar á ufsa vikið langt frá útgefnum veiðiheimildum.  Um 35 þúsund tonn vantar upp á fulla n...