-->

Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Fiskur og aftur fiskur. Já, það er málið. Fiskur er hollasti matur sem við getum fengið, hrein náttúruafurð úr einhverjum hreinasta sjó sem fyrirfinnst í veröldinni. Sannað er að regluleg fiskneysla bætir líkamlega og andlega líðan okkar, en með því að hvetja til aukinnar fiskneyslu, er ekki verið að gera því skóna að líðan okkar sé ekki góð. En hún gæti kannski verið betri með hollu mataræði. Við fundum þessa uppskrift á vefsíðunni gottimatinn.is og leyfum okkar að deila henni með lesendum Kvótans.

Innihald:
800 g ýsa eða þorskur
100 g íslenskt smjör til steikingar
1 stk. brokkolíhaus
1 stk. blómkálshaus
2 stk. rauðar paprikur
1 stk. gul paprika
1 stk. poki rifinn Mozzarella frá Gott í matinn
500 ml rjómi frá Gott í matinn
200 g rjómaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Skerið paprikuna, blómkálið og brokkolíið smátt niður.

Setjið 100 g íslenskt smjör á pönnu og steikið grænmetið í 10 mínútur.

Hellið rjóma yfir grænmetið og 200 g af rjómaosti.

Kryddið með salti og pipar og látið sjóða saman á vægum hita í 5 mínútur.

Skerið fiskinn í passlega stóra bita, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir fiskinn.

Í lokinn er Mozzarella osti stráð yfir allt saman.

Bakið í ofni á 180°C á blæstri í 25 mínútur.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...

thumbnail
hover

Annir í Sjávarklasanum

Síðustu dagar í Sjávarklasanum hafa verið annasamir við móttöku gesta. Gestir frá Kyrrahafinu með sjávarútvegsráðherra Fiji í...