-->

Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Fiskur og aftur fiskur. Já, það er málið. Fiskur er hollasti matur sem við getum fengið, hrein náttúruafurð úr einhverjum hreinasta sjó sem fyrirfinnst í veröldinni. Sannað er að regluleg fiskneysla bætir líkamlega og andlega líðan okkar, en með því að hvetja til aukinnar fiskneyslu, er ekki verið að gera því skóna að líðan okkar sé ekki góð. En hún gæti kannski verið betri með hollu mataræði. Við fundum þessa uppskrift á vefsíðunni gottimatinn.is og leyfum okkar að deila henni með lesendum Kvótans.

Innihald:
800 g ýsa eða þorskur
100 g íslenskt smjör til steikingar
1 stk. brokkolíhaus
1 stk. blómkálshaus
2 stk. rauðar paprikur
1 stk. gul paprika
1 stk. poki rifinn Mozzarella frá Gott í matinn
500 ml rjómi frá Gott í matinn
200 g rjómaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Skerið paprikuna, blómkálið og brokkolíið smátt niður.

Setjið 100 g íslenskt smjör á pönnu og steikið grænmetið í 10 mínútur.

Hellið rjóma yfir grænmetið og 200 g af rjómaosti.

Kryddið með salti og pipar og látið sjóða saman á vægum hita í 5 mínútur.

Skerið fiskinn í passlega stóra bita, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir fiskinn.

Í lokinn er Mozzarella osti stráð yfir allt saman.

Bakið í ofni á 180°C á blæstri í 25 mínútur.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...