Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Fiskur og aftur fiskur. Já, það er málið. Fiskur er hollasti matur sem við getum fengið, hrein náttúruafurð úr einhverjum hreinasta sjó sem fyrirfinnst í veröldinni. Sannað er að regluleg fiskneysla bætir líkamlega og andlega líðan okkar, en með því að hvetja til aukinnar fiskneyslu, er ekki verið að gera því skóna að líðan okkar sé ekki góð. En hún gæti kannski verið betri með hollu mataræði. Við fundum þessa uppskrift á vefsíðunni gottimatinn.is og leyfum okkar að deila henni með lesendum Kvótans.

Innihald:
800 g ýsa eða þorskur
100 g íslenskt smjör til steikingar
1 stk. brokkolíhaus
1 stk. blómkálshaus
2 stk. rauðar paprikur
1 stk. gul paprika
1 stk. poki rifinn Mozzarella frá Gott í matinn
500 ml rjómi frá Gott í matinn
200 g rjómaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Skerið paprikuna, blómkálið og brokkolíið smátt niður.

Setjið 100 g íslenskt smjör á pönnu og steikið grænmetið í 10 mínútur.

Hellið rjóma yfir grænmetið og 200 g af rjómaosti.

Kryddið með salti og pipar og látið sjóða saman á vægum hita í 5 mínútur.

Skerið fiskinn í passlega stóra bita, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir fiskinn.

Í lokinn er Mozzarella osti stráð yfir allt saman.

Bakið í ofni á 180°C á blæstri í 25 mínútur.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...