Ofnsteikt lúða með salsa og kúskús

Lúða er ljúfmeti. Hún er drottning fiskanna og undirdjúpin eru hennar yfirráðasvæði. Að draga lúðu á færi þótti áður mikill happadráttur og vita á gott, en nú er það bannað. Allri lífvænlegri lúðu sem kemur um borð skal sleppa en hinni skal landa á fiskmarkaði og andvirði hennar renna í sjóði hins opinbera til styrktar rannsóknum á sviði sjávarútvegs. Bannið hefur verið í gildi í nokkur ár vegna bágrar stöðu lúðustofnsins og er blátt bann lagt við öllum beinum veiðum á lúðu.
En það breytir ekki því hve góður matur lúðan er og því birtum við hér eina góða uppskrift til að njóta á fallegu síðkvöldi.

Innihald:

Salsa:
1 rauðlaukur
4 tómatar (stórir)
2 msk steinselja
½ sítróna (safi)

Fiskur:

600 g smálúðuflök(roðflett)
2 msk kúmínduft
1 tsk kóríanderduft
1 tsk natríumskert salt
½ sítróna (safi)
1 tsk nýmalaður pipar

Kúskús:

180 g kúskús
2 msk steinselja
sítrónusneiðar

Aðferð:

Skerið rauðlauk og tómata í teninga. Saxið steinseljuna. Blandið vel saman og kreistið sítrónusafa yfir.
Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman kúmín- og kóríanderdufti, natríumskertu salti og pipar.
Kreistið sítrónusafa yfir flökin og stráið kryddblöndunni yfir. Setjið í álpappír og inn í 175°C heitan ofninn og bakið í 15-20 mínútur (fer eftir þykktinni). Hellið salsablöndunni yfir síðustu 5 mínúturnar.
Hellið sjóðandi vatni yfir kúskúsið og látið það standa skv. leiðbeiningum á pakka og bætið smátt saxaðri steinselju saman við. Einnig er gott að bæta út í kúskúsið ferskum kryddjurtum eins og graslauk og dilli.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja með chili, hvítlauk og...

Heimskautableikja, sem oftast er einfaldlega kölluð bleikja, er laxfiskur sem dregur nafn sitt af rauðbleikum kvið og lifir nyrst allra ...

thumbnail
hover

Grillaður þorskur

Enn er það þorskur í matinn og það er ekki í kot vísað. Íslenskur gæðaþorskur, glænýr dreginn úr sjó í gær og kominn í b...

thumbnail
hover

Tælenskar fiskibollur

Fiskibollur hafa lengi líklega verið einhver algengasti matur á borðum okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru komnir yfir ...