Plokkfiskur í uppáhaldi

Maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni er Snorri Jónsson, vinnslustjóri fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Snorri byrjaði að vinna við sjávarútveg í Siglufirði 1964 og hefur unnið við fiskmjölsverksmiðjuna í meira en 40 ár.

Nafn?

Snorri Jónsson.

Hvaðan ertu?

Siglunesi.

Fjölskylduhagir?

Giftur Jónbjörtu Aðalsteinsdóttur og við eigum tvo syni.

Hvar starfar þú núna?

Vinnslustjóri hjá Síldarvinnslunni h/f lýsis og fiskimjölverksmiðju Seyðisfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1964 hjá söltunar og frystihúsinu Hrímni h/f Siglufirði.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að hafa upplifað þær gífurlegu framfarir við komu tölvunnar (fyrsta tölvan var sett upp 1986 til að stýra gufuloka). 1991 voru nánast öll tæki í verksmiðjunni komin með tölvustýringu. 1973 þegar ég byrjaði hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins, SR-Mjöli, og núna er það SVN, voru 36 mans á vakt en eru núna 6 á vakt.

En það erfiðasta?

Að sjá á eftir vinum sínum undir græna torfu.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er margt skrýtið sem hefur orðið á þessum 45 árum. Eins og þegar 200 tonna lýsistankur sogaðist saman og leit út eins og krumpuð kókdolla.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Steingrímur Garðarsson Siglufirði.

Hver eru áhugamál þín?

Ég er búinn að starfa með Lions í  38 ár svo er ég í Skógræktarfélaginu, gönguklúbbnum, stangveiðifélaginu, Sálarrannsóknarfélaginu og rauðakrossdeildinni.   

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Plokkfiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Nýja-Sjálands. 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gripið í að seila hausa

Hún er frá Fáskrúðsfirði. Hún hefur unnið þrisvar hjá HB Granda við ýmis störf, en selur nú botnfiskafurðir frá fyrirtækinu...

thumbnail
hover

10 milljarðar á ellefu árum

Vestmannaey VE kom úr sinni 44. veiðiferð á árinu sl. þriðjudagskvöld. Skipið var með fullfermi af ýsu og þorski eða um 70 tonn...

thumbnail
hover

Samherji kaupir Collins Seafood

Samherji hefur keypt markaðs- og dreifingarfyrirtækið Collins Seafood og tekið við rekstrinum frá 1. júlí. Collins Seafood er með h...