Pönnusteiktur hörpudiskur með læmi og kóríander

Hörpudiskur er mikill hátíðamatur enda oftast hafður þegar góða veislu gjöra skal. Hann er fremur dýrt hráefni, en vel þess virði að splæsa honum á sig þegar tilefni er til. Hérlend skel er ekki mikið á mörkuðum vegna hruns veiðistofns i Breiðafirði, en ágætis framborð er á innfluttri skel.
Hér er einföld uppskrift sem nota má hvorttveggja sem forrétt eða aðalrétt. Það fer bara eftir stærð og fjölda bitanna.

Innihald:

6-8 skelbitar

1 msk olíuolía

2 stór hvítlauksrif, söxuð

1 teskeið saxað rautt chilli

safi úr hálfu læmi

gróft saxaður ferskur kóríander

salt g pipar

Aðferð:

Steikið hörpudiskbitana í heitri olíu í um það til eina mínútu eða þeir eru orðnir gullnir. Snúið þeim við og bææti hvítlauk og chilli út á og steikið áfram í eina mínútu. Kreistið þá safann úr læminu yfir. Stráið þá gróft söxuðum kóríander yfir og kryddið smávegis með  salti og pipar.

Berið réttin strax fram með viðeigandi grænmeti að eigin vali, grjónum eða góðu brauði. Kælt hvítvín fer vel með þessum einfalda veislurétti.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dregur úr löndun VS-afla

Landanir á svokölluðum VS-afla hafa farið minnkandi á síðustu árum. Á tímabilinu 2012-2013 til 2017-2018 var landaður VS-afli rú...

thumbnail
hover

Fyrstu nemendurnir ljúka stjórnendanámi

  Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skí...

thumbnail
hover

Stoppað í gat á sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) föstudaginn 16. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við ...