Reglum um úthlutun byggðakvóta Súðavíkur breytt

Sveitarstjórn Súðavíkur hefur gengið frá reglum um úthlutun byggðakvóta frá Fiskistofu sem kemur í hlut sveitarfélagsins. Á síðasta fiskveiðiári 2017/18 var úthlutað 204 tonn mælt í þorskígildum. Ekki eru aðgengilegar upplýsingar um magnið sem verður til úthlutunar á yfirstandandi fiskveiðiári 2018/19.

Úthlutunarreglur  breytast aðeins frá fyrra ári. Þá var kvótanum skipt milli frístundaveiðibáta og annarra báta sem höfðu landað a.m.k. 50% af afla sínum í Súðavík  árið áður í hlutföllunum 30:70 og skipt jafnt milli báta í hvorum flokki.

Nú verður sú breyting að frístundabátar fá minna af byggðakvótanum, 20% í stað 30%. Bátar með aflamarksleyfi fá 20% og aðrir bátar fá 60%. Í öllum flokkum verður kvótanum skipt jafnt milli báta.

Borist höfðu tvö erindi þar sem farið var fram á að reglunum yrði frekar breytt. Í öðru erindinu  var óskað eftir því að bátar sem yðru skráðir í sveitarfélagið 8. mars 2019 eða fyrr fengju byggðakvóta og í hinu erindinu var farið fram á að fallið yrði frá kröfu um að landa afla í Súðavík. Báðum erindunum var hafnað og standa því reglurnar óbreyttar hvað þessi atriði varðar.

Frétt og mynd af bb.is

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...