-->

Saltfiskur með mangó chutney

Hér er uppskrift að einföldum saltfiskrétti sem kemur frá Albert Eldar. Hægt er að nota annan fisk en saltfisk í réttinn, ásamt því að þú getur útbúið þitt eigið mango chutney ef þú kýst sykurminni útgáfu af réttinum.

Innihald:

800 g saltfiskur (hnakkastykki)

1 krukka af mango chutney (rúmlega einn bolli)

5 msk rjómaostur

rifinn ostur

Aðferð:

Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast form. Setjið mangó chutney í pott og hitið lítið eitt, látið rjómaostinn saman við og hrærið í þangað til hann er uppleystur. Hellið yfir fiskinn, stráið rifna ostinum yfir og bakið í um 20 mín við 175°.

Soðnar kartöflur, gott salat og brauð hentar vel með þessum fína rétti.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Góður gangur hjá Hoffelli

„Margur er knár þó hann sé smár” segir máltækið og lýsir einhverjum sem dugur er í og gerir mikið þrátt fyrir smæð. Hoffe...

thumbnail
hover

Sérkennilegt júníveður

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði rúmum 90 tonnum á Seyðisfirði í gær. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa. Skipstjóri í veiði...

thumbnail
hover

Fiskurinn gengur hraðar aftur í pokann

Á kolmunnaveiðunum vorum við oftast að toga á 250 til 400 metra dýpi og stundum þurftum við að fara mun dýpra eftir afla,” segir...