Saltkjöt í uppáhaldi

Nú erum við komin til Fáskrúðsfjarðar til að spjalla við mann vikunnar að þessu sinni. Hann byrjaði 12 ára gamall að vinna við síldarsöltum hjá Jóhanni Antoníussyni á Hilmi. Síðan hefur hann unnið viðsjávarútveg bæði á sjó og landi.

Nafn?

Grétar Þór Arnþórsson.

Hvaðan ertu?

Er fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði.

Fjölskylduhagir?

Ég er giftur, hef búið með sömu konunni í 42 ár og saman eigum við 4 börn og er níunda barnabarnið væntanlegt í lok sumars.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég hef alla tíð unnið við sjávarútveg ýmist á sjó eða í landi. Byrjaði um 12 ára aldur að vinna við síldarsöltum hjá Jóhanni Antoníussyni á Hilmi.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Margbreytilegt starf.

En það erfiðasta?

Langir vinnudagar og óreglulegur vinnutími.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég hef aldrei lent í neinu skrýtnu á mínum ferli þó svo að margt spaugilegt hafi komið upp.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef unnið með svo mörgu frábæru fólki, en ég get nefnt Berg Hallgrímsson sem átti og rak Pólarsíld og ég vann hjá í mörg ár, sé mér einna eftirminnilegastur og minn lærimeistari.

Hver eru áhugamál þín?

Hef alltaf haft mikinn áhuga á fótbolta og öðrum íþróttagreinum, ferðalög og svo náttúrlega að eiga góðar stundir með fjölskyldunni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltkjöt enginn spurning.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég held ég færi bara eitthvað á sólarströnd.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Í skrúfustærðinni liggur olíuhundurinn grafinn

Nýr ísfiskstogari Vinnslustöðvarinnar, Breki, gerir gott betur en að uppfylla væntingar útgerðar og áhafnar til skipsins í fyrstu ...

thumbnail
hover

Marel gengur frá kaupum á MAJA

Marel tilkynnti 25. júlí síðastliðinn að fyrirtækið hefði samþykkt kaup á MAJA, þýskum framleiðenda matvinnslubúnaðar. Samke...

thumbnail
hover

Tvöfalda framleiðslu á hrognkelsum

Fyrirtækið Ocean Matters í Wales hefur nú í hyggju að tvöfalda eldi sitt á hrognkelsi eftir að hafa tryggt sér fjármögnun upp á...