Samherji hlýtur jafnlaunavottun

Samherji Ísland ehf. hlaut á dögunum jafnlaunavottun sem staðfestir að fyrirtækið uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST:85 2012 og kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. BSI á Íslandi, sem er faggiltur vottunaraðili, tók út jafnlaunakerfi fyrirtækisins í desember og janúar síðastliðnum. Vottunin felur í sér að stjórnunarkerfi Samherja Íslands virki sem skildi, en kerfið á að tryggja að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

„Við erum mjög ánægð að hafa fengið vottunina sem staðfestir að við erum að greiða starfsmönnum í sambærilegum störfum jöfn laun, óháð kyni. Nú tekur við að undirbúa og innleiða kerfið í önnur fyrirtæki í samstæðu Samherja,” segir Anna María Kristinsdóttir, starfsmannastjóri Samherja.

Jafnréttisáætlun Samherja hér

Staðfesting á jafnlaunavottun hér.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...