Samherji hlýtur jafnlaunavottun

Samherji Ísland ehf. hlaut á dögunum jafnlaunavottun sem staðfestir að fyrirtækið uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST:85 2012 og kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. BSI á Íslandi, sem er faggiltur vottunaraðili, tók út jafnlaunakerfi fyrirtækisins í desember og janúar síðastliðnum. Vottunin felur í sér að stjórnunarkerfi Samherja Íslands virki sem skildi, en kerfið á að tryggja að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

„Við erum mjög ánægð að hafa fengið vottunina sem staðfestir að við erum að greiða starfsmönnum í sambærilegum störfum jöfn laun, óháð kyni. Nú tekur við að undirbúa og innleiða kerfið í önnur fyrirtæki í samstæðu Samherja,” segir Anna María Kristinsdóttir, starfsmannastjóri Samherja.

Jafnréttisáætlun Samherja hér

Staðfesting á jafnlaunavottun hér.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frost, funi og allt þar á...

Starfsmenn Hafnareyrar frysta og sjóða, landa fiski og skipa út fiski, smíða úr tré og járni og sinna ótal mörgu öðru sem upp m...

thumbnail
hover

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar um borð í r/s Ár...

thumbnail
hover

Binni tvítugur (í starfi)

Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar bar í síðustu viku þessa líka fínu súkkulaðiköku á borð í tilefni af tvítugs...