Samstarfssamningur Samskipa við HSÍ endurnýjaður

Samskip og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Samskip hafa undanfarin ár verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að endurnýja samstarfssamning sinn við Samskip. Vörumerki Samskipa verður áfram áberandi á baki landsliðstreyjunnar eins og undanfarin ár enda orðin þekkt tenging milli HSÍ og Samskipa.

Stór verkefni eru framundan hjá HSÍ á þessu ári. A landslið karla heldur á HM í Þýskalandi og Danmörku í næstu viku, A landslið kvenna spilar í maí og júní umspilsleiki fyrir HM2019 sem haldið verður í Japan. U21 landslið karla hefur tryggt sér þátttöku rétt á HM á Spáni í júlí og í ágúst heldur U19 karla til Makedóníu í ágúst til þátttöku á HM. U17 karla hefur tryggt sér þáttökurétt á Opna Evrópumótinu í Gautaborg og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú og U19 og U17 kvenna taka þátt í B-deildum EM í Búlgaríu og Ítalíu.

„Við hjá Samskipum er ánægð með að geta stutt áfram við HSÍ en Samskip hafa verið bakhjarl um langt skeið, eða óslitið í rúm 20 ár. Frá okkar bæjardyrum séð er stuðningurinn við HSÍ ekki bara fjárhagslegur stuðningur heldur líka til marks um hvernig við störfum hjá Samskipum. Við missum ekkert sjónar á langtímamarkmiðum og fylgjum þeim eftir og ræktum viðskiptasambönd með svipuðum hætti. Við viljum vera til staðar fyrir HSÍ jafnt sem okkar viðskiptavini,“ segir Birkir Hólm Guðnason forstjóri Samskipa á Íslandi.

„Stuðningur frá íslensku atvinnulífi við HSÍ algjörlega ómetanlegur. Samskip hefur verið traustur bakhjarl HSÍ um árabil og er það mikilvægt fyrir íslenskan handknattleik að sá stuðningur sé núna endurnýjaður,“ segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ.

HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Samskip í framtíðinni.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinns...

thumbnail
hover

Geir bóndi sá eftirminnilegasti

Maður vikunnar er frá Malarrifi og er sjómaður á aflafleyinu Bárði SH 81. Hann stundar þar netaveiðar undirstjórn föður síns, e...

thumbnail
hover

Tilviljun að hafa lifað af

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er viðtal við Eyþór Björnsson, fiskistofustjóra, sem lenti í þremur slysum á sjómannsfe...