-->

Sjálfskipt reiðhjól á sjávarútvegssýningu!

Það kennir að sönnu ýmissa grasa á sýningunni Sjávarútvegi 2016 í Laugardalshöll. Verkfræðistofan Raftákn á Akureyri kynnir þjónustu sína í bás með tveimur öðrum norðlenskum fyrirtækjum; Vélfagi og Slippnum. Í básnum er að finna nokkuð óvenjulegan hlut fyrir sýningu sem þessa, nefnilega reiðhjól sem reyndar er frábrugðið flestum öðrum, því það er sjálfskipt!

Víðir Bjarkason, rafmagnsverkfræðingur og einn af nýjustu starfsmönnum Raftákns, hannaði skiptingu í hjólið sem lokaverkefni í námi sínu í Noregi síðastliðið vor og segir hann hjólið hafa vakið talsverða athygli.

vidir_reidhjol„Fólk hefur haft mjög gaman af því að skoða hjólið og fræðast um tæknina að baki þessu. Það kunna allir að hjóla og þess vegna vekur þetta forvitni sýningargesta,” segir Víðir.

Rafskiptingar eru þekktar í gírahjólum en Víðir nýtir sér upplýsingar frá skynjurum í pedölum, hraðaskynjurum og fleira en hann smíðaði hugbúnað sem reiknar út og stýrir því hvenær hjólið skiptir um gír. „Þetta snýst þannig um að finna rétta gírinn hverju sinni,” segir hann.

Og tíðindamaður Kvótans sannfærist af sýnikennslu Víðis að sjálfskipt reiðhjól er blátær staðreynd! Sjávarútvegurinn og tæknifyrirtækin þurfa því litlu að kvíða í tækniþróun framtíðarinnar þegar unga fólkið snýr heim úr námi með svona tæknikunnáttu upp á vasann.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...

thumbnail
hover

64 verkefni fá styrki úr Matvælasjóði

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 566,6 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 ...

thumbnail
hover

Kjarasamningar sjómanna – verkefnið bíður

„Í liðinni viku slitu stéttarfélög sjómanna kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Það voru vonbrigði. Þrj...