Sjálfvirkni í íslenskum sjávarútvegi kynnt í Skotlandi

Seafish í Bretlandi, sem að vissu leyti er systurstofnun Matís, stóð fyrir ráðstefnu í Aberdeen í lok Mars, sem bar yfirskriftina the Scottish Seafood Summit. Þetta var í fyrsta sinn sem Seafish stendur fyrir svona viðburði í Skotlandi, en viðlíka ráðstefnur hafa virðið árlegir viðburðir í Grimsby um árabil s.k. Humber seafood summit.

Talsmönnum Seafish Þótti takast einstaklega vel með þessar ráðstefnu í Aberdeen, en um 150 manns sóttu ráðstefnuna og um 100 manns í viðbót fylgdust með beinni útsendingu á vef stofnunarinnar.

Meginumfjöllunarefnið var að sjálfsögðu Brexit og var fjallað um mögulegar afleiðingar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Ein málstofan var tileinkuð umræðum um hvaða áhrif Brexit geti haft á mönnun í veiðum og vinnslu (labour constraints), en sjávarútvegur í Bretlandi er töluvert háður innfluttu vinnuafli. Í þessari málstofu var meðal annars fjallað um sjálfvirkni og tækninýjungar, og þá hvaða tækifæri séu í að nýta sjálfvirkni til að koma í stað vinnuafls sem verður erfiðara að flytja inn til Bretlands í kjölfar Brexit.

Jónasi R. Viðarssyni, faglegum leiðtoga hjá Matís, var boðið á ráðstefnuna til að fjalla um sjálfvirkni í íslenskum sjávarútvegi og hver þróunin hafi verið í tengslum við tækninýjungar og mannaflaþörf á Íslandi. Kynningu Jónasar má sjá hér, en ræða hans vakti mikla athygli og fékk hann fjölda fyrirspurna að henni lokinni. Segja má að ráðstefnugestir hafi skipst í tvo jafna hópa varðandi framtíðarsýn fyrir skoskan sjávarútveg þar sem um helmingur taldi að best væri að fara „íslensku leiðina“ með að einblína á hagræðingu og sjálfvirkni; en hinn helmingurinn taldi að réttara væri að yfirvöldum bæri að tryggja að sjávarútvegurinn geti lifað í núverandi mynd án þess að einblínt sé á fjárhagslegan gróða. Allar kynningar frá ráðstefnunni má nálgast á heimasíðu Seafish hér.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...