Sjávarútvegsskóli SÞ útskrifar nemendur

Tuttugasti og fyrsti nemendahópurinn frá Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaðist í vikunni. Að þessu sinni voru um 20 nemendur í hópnum, þar af níu konur, sem luku námi og komu þau frá 15 löndum í Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og löndum í Karíbahafi.

Við athöfnina flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarp og Seion Richardsson frá Guyana flutti ávarp fyrir hönd útskriftarhópsins.

Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnar og formaður stjórnar skólans stýrði athöfnni og í lok hennar þakkaði hann Tuma Tómassyni skólastjóra ShSÞ sérstaklega fyrir vel unnin störf, en Tumi mun láta af störfum sem skólastjóri síðar á árinu.

Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1998 á grundvelli þríhliða samkomulags milli Háskóla Sameinuðu þjóðannautanríkisráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunar. Síðan þá hafa 392 nemendur frá yfir 50 löndum lokið námi frá skólanum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...