Sjávarútvegur á öld fullveldis

Fjallað er um sjávarútveg á Íslandi á 100 árum fullveldis í nýútkomnum Ægi. Þar kemur meðal annars fram að þorskafli okkar Íslendinga á þessu tímabili gæti verið um 25 milljónir tonna. Framfarirnar á öllum sviðum, veiða, vinnslu markaðsmála, tækjabúnaðar eru hreinlega bylting og segja má að nýting sjávarútvegsauðlindarinnar hafi verið og sé forsenda fullveldisins.

Í blaðinu er meðal annarra rætt við Kristján Ragnarsson, fyrrum formann og framkvæmdastjóra LÍÚ, Jón Þ. Þór, sagnfræðing,  Gunnar Tómasson, annan framkvæmdastjóra Þorbjarnar hf. í Grindavík, Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðing Matís og Sigurð Guðjónsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

„Litið til baka yfir þessi 100 ár þá var þetta öld þekkingaruppbyggingar í íslenskum sjávarútvegi. Við lærðum vissulega af biturri reynslu að umgangast betur fiskistofnana og gæta þess að þeir væru sjálfbærir. En á svo mörgum öðrum sviðum birtist meiri þekking okkur og framþróun, byggð á henni. Haf- og fiskistofnarannsóknir í sinni víðustu mynd eru dæmi um þetta, þó vissulega fari því víðsfjarri að við höfum fengið fræðileg svör við öllum þeim áhugaverðu spurningum sem sækja á hvað varðar þróun fiskistofna í kringum landið, sveiflur í stofnstærðum, samspil í þróun fiskistofna og umhverfismála og þannig mætti lengi telja. Gríðarleg umbylting í vinnslu á fiski er annað dæmi um hverju þekkingaruppbygging og rannsóknir hafa skilað og nátengd þeim hluta greinarinnar eru sölu- og markaðsmálin. Ekkert væri sjávarútvegurinn á Íslandi án viðskiptavina og neytenda íslenskra fiskafurða út um allan heim. Ennfremur má í samhengi við þekkingaruppbygginguna nefna tæknifyrirtækin, skipahönnun, veiðarfærahönnun, framleiðslu fiskvinnslubúnaðar og margt fleira,“ segir Jóhann Ólafsson, ritstjóri Ægis meðal annars í leiðara blaðsins.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...