Sjö hásetar!

„Alþjóðleg samkeppni tekur ekki mið af aðstæðum á Íslandi og geta íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ekki bætt kostnaðarhækkunum við verðið. Barátta íslensks sjávarútvegs fer fram á ýmsum stöðum. Einna hörðust er hún á alþjóðlegum markaði, en rúmlega 98%, af öllum fiski sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki veiða, enda á alþjóðlegum markaði. Alþjóðleg samkeppni tekur ekki mið af aðstæðum á Íslandi og geta íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ekki bætt kostnaðarhækkunum við verðið. Það þarf að leita annarra leiða og fjárfesting í nýjum búnaði til sjós og lands, er hluti af þeirri lausn.2
Svo segir í pistli sem birtur er á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir ennfremur:

„Þótt fjárfest hafi verið umtalsvert í íslenskum sjávarútvegi á liðnum árum þarf að bæta í. Samkvæmt varfærnu mati þurfa fyrirtæki í sjávarútvegi að fjárfesta fyrir að minnsta kosti 20 milljarða króna á ári, á næstu árum. Það leiðir hugann að því svigrúmi sem fyrirtækjunum er ætlað til þeirra hluta. Þá kemur að þætti veiðigjaldsins.

Á liðnu fiskveiðiári, frá september árið 2016 til loka ágúst árið 2017, var veiðigjald að meðaltali 3% af aflaverðmæti ísfisktogara hjá fyrirtæki sem var með fullan afslátt vegna lánatengdra kaupa á aflaheimildum. Það jafngildir 1,7 hásetahlutum, en einn hásetahlutur með launatengdum gjöldum er um 1,77% af aflaverðmæti. Með ríflega tvöföldun veiðigjaldsins milli fiskveiðiára og afnámi afsláttarins er öldin önnur og er hlutfallið á ísfisktogaranum komið upp í 12,5% af aflaverðmæti. Ef hásetahluturinn væri 1 milljón króna fór veiðigjaldið úr 1,7 milljónum króna í 7,1 milljón. Það er rífleg fjórföldun og fjölda háseta hefur fjölgað í sjö! Eða með öðrum orðum, útgerð þessa togara sem þetta dæmi miðast við, er að greiða jafngildi launa sjö háseta í veiðigjald, fyrir utan alla aðra skatta og gjöld sem standa þarf skil á.

Það má lengi takast á um það hversu mikið á að greiða til ríkisins, en veiðigjald upp á sjö hásetahluti verður að teljast nokkuð vel í lagt. Hættan er sú að geta sjávarútvegsins til fjárfestinga, sem margar hverjar eru í tækjum og tólum framleiddum á Íslandi, mun skerðast. Það mun hafa víðtæk áhrif. Hætt er við að íslenskur sjávarútvegur missi fótfestu á alþjóðlegum markaði og draga muni saman í rekstri fyrirtækja sem treysta og jafnvel byggjast á sterkum íslenskum sjávarútvegi. Fyrir utan hið augljósa að þau fyrirtæki sem verst standa munu hugsanlega leggjast af.“

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Byrjaði 9 ára í skreið hjá...

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er að öðrum ólöstuðum þekktari í heimi netagerðar á Íslandi en nokkur annar. Hann hefur unni...

thumbnail
hover

Ekki heimildir til að setja málið...

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla hans varðandi mögulega sáttaleið í ...