Skemmtilegast þegar fiskast vel

Maður vikunnar í dag er á netabátnum Maron GK. Hann er innfæddur Grindvíkingur og byrjaði snemma að vinna í fiski. Hann heldur með „stærsta og sigursælasta knattspyrnufélagi Englands Manchester United.“

Nafn:

Sigurður Þór Birgisson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Vel giftur henni Kristínu Guðmundsdóttur Hammer og eigum við 3 börn Birgi 6 ára Dagbjörtu Maríu 4 ára, Hrafnkel Daða 3 ára og hundinn Jack 10 ára.

Hvar starfar þú núna?

Er á Maron GK 522

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Það hefur verið 89 eða 90 hjá Óla frænda og Helgu og þar var ÞRIKKURINN verkstjóri sem enn þann dag í dag er held ég næst besti Cribbage spilari á landinu.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er skemmtilegast þegar fiskast vel og svo eru það líka forréttindi að vera umkringdur svona eðalmönnum eins og áhöfnin á Maron er.

En það erfiðasta?

Erfiðast var að vera ekki til staðar þegar Dagbjört fæddist.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Man nú ekki eftir neinu skrýtnu í fljótu bragði.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

 Verð að nefna landsliðsfélagana;   Flóameistarann Birgi,  Val Ólafs, Rúrik Hreins,  Jón Magnús og Ellert Vopna.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, golf og fótbolti og að fara á leiki hjá stærsta og sigursælasta knattspyrnufélagi Englands MANCHESTER UNITED.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund með bernaise  klikkar ekki.

Hvert færir þú í draumfríið?

Var að koma úr því með fjölskyldunni á Tene, færi því aftur þangað.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frost, funi og allt þar á...

Starfsmenn Hafnareyrar frysta og sjóða, landa fiski og skipa út fiski, smíða úr tré og járni og sinna ótal mörgu öðru sem upp m...

thumbnail
hover

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar um borð í r/s Ár...

thumbnail
hover

Binni tvítugur (í starfi)

Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar bar í síðustu viku þessa líka fínu súkkulaðiköku á borð í tilefni af tvítugs...