Skemmtilegt og krefjandi

Mann vikunnar á Kvótanum finnum við að þessu sinni í Grindavík, Jónu Rúnu Erlingsdóttur. Hún er gæðastjóri í saltfiskvinnslu Vísis hf. og hefur unnið í fiski frá 16 ára aldri. Nú er að hefjast nýtt fiskveiðiár og sumarleyfum í sjávarútveginum lokið. Því hefjast veiðar af fullum krafti og í kjölfarið verður nóg að gera í vinnslunni hjá Jónu Rúnu og samstarfsfólki hennar.

Nafn
Jóna Rúna Erlingsdóttir

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir:

Unnusti Jón Björn Lárusson og eigum saman 4 syni.

Hvar starfar þú núna?

Gæðastjóri í saltfiskvinnslu  Vísis hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 2001 þá 16 ára gömul.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ætli það sé ekki fjölbreytileikinn í starfi, það er bæði skemmtilegt og krefjandi. Og svo auðvitað samstarfsfélagarnir.

En það erfiðasta?

Ætli það sé ekki samstarfsfélagarnir líka hehe!

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Kemur ekkert eitt upp í hugann. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru margar eftirminnilegar konur sem ég hef unnið með í gegnum árin og allar áttu þær það sameiginlegt að vera hörku naglar. En ef ég nefni einn að þá er það hann BJÖRN.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan , líkamsrækt, ferðast og söngur. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Kjötsúpa.

Hvert færir þú í draumafríið?

Til Ítalíu með fjölskylduna. 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...