Skrýtið að flokka þorsksvil eftir lit

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er Gústaf Ingvi Tryggvason. Hann er verkstjóri í fiskvinnslu Skinneyjar-Þinganess í Þorlákshöfn. Hann segir að fjölbreytileikinn í starfinu sé bæði það skemmtilegasta og mesta áskorunin.

Nafn?

Gústaf Ingvi Tryggvason.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Keflavík. Bý núna í Þorlákshöfn.

Fjölskylduhagir?

Giftur og ég á einn son.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa í dag hjá Skinney-Þinganes hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna 13-14 ára í humri.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn og samstarfsfélagarnir.

En það erfiðasta?

Ætli það sé ekki hægt að segja að fjölbreytileikinn sé líka það erfiðasta, annars er það ekki eitt frekar en annað.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Margt skrítið hefur maður nú brallað, en að flokka þorsksvil eftir lit og pakka fersk í plastöskjur er nú eitt það furðulegasta sem ég hef gert. Svo líka gaman að nefna það að konan mín bakkaði nú einu sinni á mig á lyftara þegar við unnum saman.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það hafa nú margir kostulegir einstaklingar unnið með manni í gegnum tíðina. Get nú ekki gert upp á milli þeirra.

Hver eru áhugamál þín?

Stangveiðar, fluguhnýtingar, badminton ofl.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Þykir nú flestur matur mjög góður en lambahryggur er nú alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Hvert færir þú í draumfríið?

Þýskalands.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á ári...

thumbnail
hover

Erum að skapa verðmæti

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir J...

thumbnail
hover

Loðnufrysting fyrir Japani hafin af fullum...

Seinni partinn í gær lauk vinnslu á loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en hluti af afla hans fór í fry...