Spá minni botnfiskafla á næsta ári

Alþjóðlega ráðstefnan um fiskveiðar, Groundfish Forum, gerir ráð fyrir að framboð af svokölluðum hvítfiski á næsta ári muni dragast lítillega saman á næsta ári. Skýringin er lækkun á kvóta í veiðum Rússa á ufsa og og veiðum á þorski og ufsa úr Atlantshafi.

Sérfræðingar ráðstefnunnar gera ráð fyrir því að heildarafli verði 7,4 milljónir á næsta ári og verði um um 100.000 tonnum minni en í ár. Í þessum áætlunum eru ekki teknar inn í dæmið veiðar á kolmunna, en áætlað er að þær skili 1,6 milljónum tonna í ár.

Áætlanir ráðstefnunnar gera ráð fyrir að alaskaufsakvóti Rússa á næsta ári lækki um 90.000 tonn og verði 1,7 milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að ufsakvóti Bandaríkjanna verði áfram um 1,5 milljónir tonna.

Hvað varðar þorsk úr Atlantshafi hefur Alþjóða hafrannsóknaráðið lagt til 20% niðurskurð á veiðiheimildum í Barentshafi, Groundfish Forum gerir þó ekki ráð fyrir meira en 6% samdrætti í heildarþorskafla úr Atlantshafinu, meðal annars vegna aukinna veiða við Ísland.

Gert er ráð fyrir að veiðar á kyrrahafsþorski dragist saman á næsta ári við Bandaríkin, aflinn minnki um 20.000 tonn og verði 250.000 tonn alls. Á hinn bóginn er búist við því að veiðar Rússa aukist um 4.000 tonn og verði alls um 100.000 tonn.

Í ýsunni hefur Alþjóða hafrannsóknaráðið lagt til 13% niðurskurð í Barentshafinu og gera sérfræðingarnir ráð fyrir að heildaraflinn farið niður um 9% og verði alls 331.000 tonn. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að ufsaafli úr Atlantshafi verið 412.000 tonn sem er 12% aukning.

Þá er búist við því að afli á lýsingi verði svipaður eða um 1,1 milljón tonna, að afli á hokinhala aukist um 7.000 tonn og verði 206.000 tonn og af veiðar á karfa skili 182.000 tonnum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á ári...

thumbnail
hover

Erum að skapa verðmæti

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir J...

thumbnail
hover

Loðnufrysting fyrir Japani hafin af fullum...

Seinni partinn í gær lauk vinnslu á loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en hluti af afla hans fór í fry...