Steikt bleikja með jógúrtsósu, brenndu spergilkáli og blómkáli

Nú er það bleikja, einstaklega fallegur og góður fiskur. Norðurheimsskautsfiskur sem á sér engan líka. Bleikjan veiðist í ám og vötnum á Íslandi og hringinn í kringum norðurpólinn  en megnið af framboði á henni í heiminum kemur úr eldi íslenskra fiskeldisstöðva. Framboð í heiminum er líklega undir 10.000 tonn og ríflega helmingur héðan. Bleikjan er eftirsóttur matfiskur á fínum fiskveitingastöðum vestan hafs og niðri í Evrópu og þykir mörgum sælkerum hún mun betri en laxinn. Bragðið er alveg einstakt og holdið rauðara en á laxi, fita minni og hollustan alveg ótvíræð.

Þessa uppskrift sóttum við á heimasíðuna fiskurimatinn.is en henni er haldið út af Norðanfiski á Akranesi. Uppskriftin er fyrir 4

Innihald:

  • 800 g bleikja

Jógúrtsósa

  • 200 ml grísk jógúrt
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Safi úr ½ sítróna
  • Salt og pipar
  • 1 msk hunang
  • 1 knippi graslaukur

Grænmeti

  • Spergilkál
  • Blómkál

Aðferð:

Jógúrtsósa: Blandið öllu vel saman og geymið í kæli (geymist vel í 24 tíma).

Grænmeti og bleikja: Skerið spergilkál og blómkál í álíka stóra knúppa, setjið í eldfast mót og dassið yfir með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í vel heitum ofni í u.þ.b.15–20 mín. Þegar grænmetið er langt komið er bleikjan steikt á vel heitri pönnu í u.þ.b. 2–3 mín. á hvorri hlið. Krydduð með salti og pipar. Sett á fat ásamt brennda grænmetinu og borin fram með jógúrtsósunni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Þrír bátar hafa náð 12 daga...

Að loknum 12 veiðidögum sem heimilt er að stunda strandveiðar í hverjum mánuði hafa þrír bátar náð að nýta alla dagana.  Gr...

thumbnail
hover

Þorskur með mozzarella og tómötum

Þorskurinn er alltaf góður, ferskur og fallegur nánast beint upp úr bátnum í flökun og á diskinn okkar. Það er óvíða sem hægt...

thumbnail
hover

Sjávarútvegurinn er spennandi grein

Hún byrjaði að vinna við sjávarútveg sem krakki hjá föður sínum Karli Sveinssyni á Borgarfirði eystri í saltfiski. Hún reyndi ...