Steikt bleikja með jógúrtsósu, brenndu spergilkáli og blómkáli

Nú er það bleikja, einstaklega fallegur og góður fiskur. Norðurheimsskautsfiskur sem á sér engan líka. Bleikjan veiðist í ám og vötnum á Íslandi og hringinn í kringum norðurpólinn  en megnið af framboði á henni í heiminum kemur úr eldi íslenskra fiskeldisstöðva. Framboð í heiminum er líklega undir 10.000 tonn og ríflega helmingur héðan. Bleikjan er eftirsóttur matfiskur á fínum fiskveitingastöðum vestan hafs og niðri í Evrópu og þykir mörgum sælkerum hún mun betri en laxinn. Bragðið er alveg einstakt og holdið rauðara en á laxi, fita minni og hollustan alveg ótvíræð.

Þessa uppskrift sóttum við á heimasíðuna fiskurimatinn.is en henni er haldið út af Norðanfiski á Akranesi. Uppskriftin er fyrir 4

Innihald:

  • 800 g bleikja

Jógúrtsósa

  • 200 ml grísk jógúrt
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Safi úr ½ sítróna
  • Salt og pipar
  • 1 msk hunang
  • 1 knippi graslaukur

Grænmeti

  • Spergilkál
  • Blómkál

Aðferð:

Jógúrtsósa: Blandið öllu vel saman og geymið í kæli (geymist vel í 24 tíma).

Grænmeti og bleikja: Skerið spergilkál og blómkál í álíka stóra knúppa, setjið í eldfast mót og dassið yfir með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í vel heitum ofni í u.þ.b.15–20 mín. Þegar grænmetið er langt komið er bleikjan steikt á vel heitri pönnu í u.þ.b. 2–3 mín. á hvorri hlið. Krydduð með salti og pipar. Sett á fat ásamt brennda grænmetinu og borin fram með jógúrtsósunni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...