Steikt ýsa í ostakexraspi með kartöflu- og fetaostasalati

Nú, þegar líður að jólum er gott að borða vel af hollum og góðum fiski áður en kjötát hátíðanna byrjar. Ýsan er alltaf góð og þetta tilbrigði við ýsu í raspi er einstaklega gott. Uppskriftin er fengin úr uppskriftabók frá Mjólkursamsölunni sem ber heitið Ostur – það besta úr osti og smjöri. Hún er ætluð fyrir fjóra.

Innihald:

600 g ýsuflök (roðlaus og beinlaus)
1-2 egg
1 msk hveiti
½ dl mjólk
1 tsk dijon-sinnep
1 tsk sítrónupipar
ólífuolía og smjör til steikingar

Raspur:

6 hlutar mulið Ritz-kex
3 hlutar brauðraspur
1 hluti rifinn parmesenostur

Skerið ýsuna í hæfilega bita bita, blandið eggjunum, mjólkinni, hveitinu, sinnepinu og sítrónupiparnum vel saman. Myljið kexið saman við raspinn og ostinn. Veltið ýsunni upp úr eggjablöndunni og síða í raspblönduna. Steikið í olíunni og smjörinu í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir eru orðnir gullinbrúnir og fiskurinn fullsteiktur. Kryddið með salti og pipar.

Kartöflu- og fetaostasalat:

400 g kartöflur, soðnar, skrældar og skornar í tvennt
2 msk laukur, saxaður
1 msk rauð paprika, skorin í strimla
2 sveppir, skornir í þunnar sneiðar
1 msk ferskt dill, fínt saxað
4 msk fetaostur í kryddolíu
Salt
Pipar

Steikið laukinn, sveppina og paprikuna á pönnu í olíunni af fetaostinum. Setjið kartöflurnar út á pönnuna og látið hitna í gegn. Bætið þá ostinum og dillinu saman við og smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með soðnu grænmeti, salati og góðri kaldri sósu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Helgubleikja með humri

Hvort sem sumarið kemur eða ekki, þurfum við að borða. Og kannski er bara gott að hugga sig við góðan mat og hafa það kósý, þ...

thumbnail
hover

Maríneraður lax á grillið

Veðrið hefur óneitanlega áhrif á grillvertíðina á sumrin. Líklega er meira grillað fyrir norðan og austan um þessar mundir en su...

thumbnail
hover

Kryddsteiktur skötuselur með heitri ananas-sölsu

Skötuselurinn er með ljótari fiskum, en engu að síður þeim bragðbetri. Fegurð fiska og bragð fer sem sagt alls ekki saman. Skötus...