Steiktur lax með sítrus-balsamic vinaigrette

Jæja, nú gæðum við okkur á laxi. Hollur og góður fiskur, sem þökk sé laxeldi, er alltaf fáanlegur á viðráðanlegur verði. Þessa fínu uppskrift fundum við hjá Norðanfiski, sem heldur úti uppskriftasíðunni fiskurimatinn.is Við mælum með fiskneyslu tvisvar í viku að minnsta kosti, en þannig förum við ekki aðeins að ráðleggingum embættis landlæknis, heldur fáum hollan og góðan mat.

Innihald:

  • 800 g lax
  • 180 ml ferskur appelsínusafi
  • 60 ml balsamedik
  • 1 ansjósa, söxuð
  • 2 msk jómfrúarolía
  • 2 msk skalotlaukur, fínsaxaður
  • Ögn af salti og pipar

Aðferð:

Blandið öllu saman í t.d sultukrukku og hristið vel þannig að allt blandist vel saman. Steikið fiskinn í u.þ.b. 3–4 mín. á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Kryddið með salti og pipar. Færið fiskinn á fat og haldið heitum, setjið sósuna úr krukkunni á pönnuna og hitið vel og berið fram með fisknum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...