Steiktur þorskur á kartöflustöppu kryddaðri með sítrónu, rósmaríni og ólífuolíu

Á vetrarvertíð er sjálfsagt að hafa þorsk í matinn. Framboðið af gæða fiski er aldrei meira, hundruð tonna koma á land á hverjum degi. Megnið af þeim gula er reyndar flutt utan og sem dæmi um það hve mikið er framleitt að þorskafurðum hér á landi, hvort sem er ferskum, frystum eða söltuðum má benda á að það tekur Vísi hf. Í Grindavík aðeins tvo daga að framleiða fisk í matinn fyrir alla núlifandi Íslendinga í ferskar og eða frystar afurðir. Og þetta er bara eitt af ótalmörgum fyrirtækjum.
Þessa fínu uppskrift fundum við á heimasíðu Norðanfisks, dótturfyrirtækis HB Granda á Akranesi. Þar er að finna mikið af góðum uppskriftum að fiskmeti.

Innihald:

  • 800 g þorskur
  • 400 g skrældar kartöflur
  • Safi og börkur af 1 sítrónu
  • 2 msk rósmarín, fínsaxað
  • 150 ml jómfrúarolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar við vægan hita í söltu vatni þar til þær eru tilbúnar. Hellið vatninu af þeim og stappið þær með kartöflustappara. Kryddið til með salti og pipar, sítrónusafa og berki og hellið ólífuolíunni varlega út í. Blandið öllu vel saman og smakkið til. Steikið fiskinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Berið fram með kartöflumúsinni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinns...

thumbnail
hover

Geir bóndi sá eftirminnilegasti

Maður vikunnar er frá Malarrifi og er sjómaður á aflafleyinu Bárði SH 81. Hann stundar þar netaveiðar undirstjórn föður síns, e...

thumbnail
hover

Tilviljun að hafa lifað af

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er viðtal við Eyþór Björnsson, fiskistofustjóra, sem lenti í þremur slysum á sjómannsfe...