Stöðugleiki framundan

„Ég er bara þokkalega sáttur við stöðuna í þorskinum. Stofninn virðist standa vel og stöðugleiki virðist vera framundan svo langt sem þeir sjá. Það hefur ekki komið jafnskýrt fram á undanförnum árum eins og nú. Það ánægjulegt að horfa upp á það,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, um tillögur Hafró um heildarafla á komandi fiskveiðiári.

Þá er mikil aukning í ýsu sem kemur svolítið á óvart. Sömuleiðis er 30% aukning í ufsa. Miðað við það sem maður heyrir í mönnum úti á sjó, kemur það á óvart. Þeir hafa verið að bera sig illa því erfitt hefur verið að ná í hann. Ufsinn er ein alerfiðasta tegundin til að stofnmæla. Hann hagar sér öðruvísi en önnur kvikindi í sjónum. Hann er ekki staðbundinn, er mikið á ferðinni og kemur og fer. Hann er og verður erfiðari en flestir aðrir fiskar í stofnmælingu.

Árni segir einnig að hann sé ánægður með aukningu í djúpkarfa. Heimildir í honum hafi verið tálgaðar niður undanfarin ár. Hins vegar komi á óvart lækkun í gullkarfa því heyrst hafi um stöðugan vöxt í honum undanfarin ár og auðveldara hafi verið að nálgast hann. Þá segir Árni áhyggjuefni að enn virðist sýking vera viðvarandi í síldarstofninum, sem standi vexti stofnsins fyrir þrifum. Ég vona svo sannarlega að það lagist,“ segir Árni Bjarnason.

Á myndinni eru Árni Bjarnason, formaður félags Skipstjórnarmanna, og Valmundur Valmundsson og Hólgeir Jónsson, forustumenn sjómannasambands Íslands.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...