Stóru skipin veiða vel

Fjögur skip skera sig úr í þessum afkastamikla hópi ríflega 20 skipa sem stunda veiðar á uppsjávarfiski úr deilistofnum. Það er loðna, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld. Þau landa öll afla sínum ferskum til vinnslu í landi.

Þetta eru skip HB Granda og Síldarvinnslunnar. Venus NS er, þegar þetta er skrifað, aflahæstur allra skipa sem veiðar stunda úr deilistofnunum fjórum, með 47.100 tonn. Næstur kemur Börkur NK með 45.900 tonn, þá Víkingur AK með 45.800 tonn og loks Beitir NK með 44.500 tonn.

Þar sem enn eru óveiddir kvótar í Norskíslensku síldinni, makríl og kolmunna má gera ráð fyrir að í árslok verði afli þessara skipa af þessum tegundum kominn vel yfir 50.000 á hvert skip.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á ári...

thumbnail
hover

Erum að skapa verðmæti

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir J...

thumbnail
hover

Loðnufrysting fyrir Japani hafin af fullum...

Seinni partinn í gær lauk vinnslu á loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en hluti af afla hans fór í fry...