Svipað mælist af kolmunna við Færeyjar og í fyrra

Nýlokið er rannsóknaleiðangri Færeyinga á kolmunnasvæðinu sunnan við Færeyjar. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að um svipað magn er að ræða og í fyrra. Að mestu leyti eru það árgangar 2013 og 2014.

Einnig fékkst nokkuð að af smærri kolmunna, mest af 2017 árganginum. Hans hefur ekki orðið mikið vart til þessa og því ekki vitað enn hver vöxtur og viðangur hans kann að verða.

Leiðangur Færeyinga var hluti af alþjóðlegum leiðangri sem skipaður var skipum frá Noregi, Írlandi, Hollandi og Spáni. Þau skip hafa kannað svæðið sunnan lögsögu Færeyja. Niðurstöður allra skipanna verða reiknaðar saman og stofnstærðarmatið kynnt seinni hluta aprílmánaðar.

Myndin sýnir útbreiðslu kolmunna suður af Færeyjum í apríl 2019.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnar

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyr...

thumbnail
hover

Fer í draumafríið um jólin

Maður vikunnar að þessu sinni er borinn og barnfæddur Dalvíkingur. Fyrsta launaseðilinn fékk fyrir útskipun á rækju hjá Söltunar...

thumbnail
hover

Bergey orðin blá

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mu...