Svipað mælist af kolmunna við Færeyjar og í fyrra

Nýlokið er rannsóknaleiðangri Færeyinga á kolmunnasvæðinu sunnan við Færeyjar. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að um svipað magn er að ræða og í fyrra. Að mestu leyti eru það árgangar 2013 og 2014.

Einnig fékkst nokkuð að af smærri kolmunna, mest af 2017 árganginum. Hans hefur ekki orðið mikið vart til þessa og því ekki vitað enn hver vöxtur og viðangur hans kann að verða.

Leiðangur Færeyinga var hluti af alþjóðlegum leiðangri sem skipaður var skipum frá Noregi, Írlandi, Hollandi og Spáni. Þau skip hafa kannað svæðið sunnan lögsögu Færeyja. Niðurstöður allra skipanna verða reiknaðar saman og stofnstærðarmatið kynnt seinni hluta aprílmánaðar.

Myndin sýnir útbreiðslu kolmunna suður af Færeyjum í apríl 2019.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...