Sýna uppboð á fiski

Hér á árum áður var fiskverkun í Bakkaskemmu við Grandabryggju. Fljótlega mun Sjávarklasinn opna sýningar- og sölurými við hlið Granda Mathallar sem nefndur verður Fiskmarkaðurinn á Granda.

Á Fiskmarkaðnum á Granda gefst gestum kostur á að sjá þegar ferskur fiskur, sem landað er við Grandabryggju, kemur inn á Fiskmarkað Íslands og fer þar á uppboð. Á virkum dögum kl 13:00 fer uppboðið fram á netinu.

„Gestir Mathallarinnar og Fiskmarkaðarins geta einnig fræðst um hvernig Íslendingar búa til ýmsar vörur úr pörtum fisksins sem aðrar þjóðir henda. Þær vörur eru einnig til sýnis og sölu á Fiskmarkaði Granda. Svo geta gestir mátað íslenska sloppinn, sem notaður er í öllum fiskvinnsluhúsum á landinu. Loks er hægt að sjá næstum spriklandi og nýveiddan fisk á markaðnum eða snæða hann í Mathöllinni,“ segir á heimasíðu Sjávarklasans.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...