Sýna uppboð á fiski

Hér á árum áður var fiskverkun í Bakkaskemmu við Grandabryggju. Fljótlega mun Sjávarklasinn opna sýningar- og sölurými við hlið Granda Mathallar sem nefndur verður Fiskmarkaðurinn á Granda.

Á Fiskmarkaðnum á Granda gefst gestum kostur á að sjá þegar ferskur fiskur, sem landað er við Grandabryggju, kemur inn á Fiskmarkað Íslands og fer þar á uppboð. Á virkum dögum kl 13:00 fer uppboðið fram á netinu.

„Gestir Mathallarinnar og Fiskmarkaðarins geta einnig fræðst um hvernig Íslendingar búa til ýmsar vörur úr pörtum fisksins sem aðrar þjóðir henda. Þær vörur eru einnig til sýnis og sölu á Fiskmarkaði Granda. Svo geta gestir mátað íslenska sloppinn, sem notaður er í öllum fiskvinnsluhúsum á landinu. Loks er hægt að sjá næstum spriklandi og nýveiddan fisk á markaðnum eða snæða hann í Mathöllinni,“ segir á heimasíðu Sjávarklasans.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...