-->

Tandoori bleikja

Bleikja er einhver besti matfiskur sem fáanlegur er. Bragðið einstakt og holdið fallega ljósrautt. Þá er mikið af D vítamíni og Omega 3 fitusýrum í bleikjunni  og fyrir vikið er hún einstaklega holl. Ísland er stærsti framleiðandi bleikju í öllum heiminum með meira en helming framleiðslunnar. Fyrir vikið er aldrei vandamál að nálgast bleikjuflök, hvort sem þau eru fersk eða frosin.

Ingredients:

4 bitar úr bleikjuflökum, um 200 g hvert

1 matskeið tandoori karrýmauk

500 g nýjar kartöflur skornar í hæfilega bita

2 msk mararolía

2 hvítlauksrif, söxuð

1 tsk malað cumin

1 tsk garam masala eða mulinn kóríander

½ tsk mulið túrmerik

sýrður rjómi, kóríanderlauf og mangó Chautney sem meðlæti.

Aðferð:

Roðflettið og fituhreinsið bleikjubitana. Smyrjið þá með karrýmaukinu.  Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni í 15 til 20 mínútur. Færið þær upp úr pottinum og þerrið.

Hitið ofninn í 200°C og bakið fiskinn í eldföstu móti þar til hann er eldaður í gegn 8 til 15 mínútur eftir þykkt bitanna.

Á meðan bleikjan er að bakast, hitið matar olíu á góðri pönnu og bætið hvítlauknum og kryddinu út í. Steikið síðan kartöflurnar í heitri olíunni þar til þær verða gylltar að utan.  Færið bleikjuna og kartöflurnar yfir á fat og stráið kóríanderlaufunum yfir og berið fram með sýrðum rjóma og mango chautney.
Í upphaflegri uppskrift eru frosnar grænar baunir, sem hitaðar eru á pönnunni með kartöflunum, en okkur fannst betra að sleppa þeim.

.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Humar fyrir hátíðir

Neysluvenjur yfir jól og áramót breytast stöðugt. Við sem eldri erum vöndumst við lambahrygg, hangikjöt og svið. En þrátt fyrir ...

thumbnail
hover

Með 17 konum á snyrtilínunni

Fyrsta daginn sem maður vikunnar að þessu sinni var að vinna í fiski 15 ára gamall var hann settur á snyrtilínuna þar sem 17 konur ...

thumbnail
hover

Fylltu skipið af karfa og ufsa

Að undanförnu hafa togarar ekki fiskað neitt sérstaklega vel á miðunum við landið en annað slagið hafa þó komið ágæt skot. Sm...