Þorskur á grískan hátt

Nú þegar vetrarvertíðin er að hefjast af fullum krafti finnst okkur viðeigandi að bjóða upp á þorsk í uppskrift vikunnar. Uppskriftin er með grísku ívafi, sem er góð tilbreyting frá gráum hversdagsleika vetrarins, sem lemur á okkur með hverri lægðinni á fætur annarri.
Við leggjum því til að lesendur okkar splæsi á sig úrvals þorski eitthvert kvöldið og njóti þess besta sem auðlindin okkar gefur af sér. Þessi uppskrift á vel við hvort sem um er að ræða góða fjölskyldumáltíð, veislu fyrir fleiri eða rómantískan kvöldverð fyrir elskendur á öllum aldri.

Innihald:

800 g þorskflök 4-6 bitar
5 hvítlauksrif, fínt söxuð
¼ bolli af saxaðri steinselju

Sítrónulögur:

5 msk ferskur sítrónusafi

5 msk Extra virgin ólífuolía

2 msk brætt smjör

Hjúpur:

1/3 bolli hveiti

1 tsk mulinn kóríander
¾ tsk papríkuduft
¾ tsk mulið kúmen
¾ tsk salt
½ tsk svartur pipar

Aðferðin:

Forhitið ofninn í 180°C
Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu og bræddu smjöri í grunnri skál og leggið til hliðar.
Takið aðra grunna skál blandið saman í hana hveiti og öllu kryddi og leggið til hliðar.
Þurrkið fiskbitana. Dýfið þeim í sítrónulöginn og veltið síðan upp úr hveitinu.
Hitið 2 matskeiðar af ólífuolíu á góðri pönnu á miðlungshita og gætið þess að hún kraumi aðeins, en rjúki ekki.
Hækkið hitann aðeins og steikið fiskinn í um 2 mínútur á hvorri hlið, þannig að hann verði gullinn, en eldist ekki að fullu.
Takið pönnuna af hitanum og setjið fiskinn í eldfast mót. Hrærið hvítlauknum saman við sítrónulöginn og dreypið yfir fiskinn
Bakið í ofni í um það bil 10 mínútur eða þar til hann er hæfilega eldaður. Stráið síðan steinselju yfir hann.
Berið fram með hrísgrjónum og salati að hætti Grikkja.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Þorskur með mozzarella og tómötum

Þorskurinn er alltaf góður, ferskur og fallegur nánast beint upp úr bátnum í flökun og á diskinn okkar. Það er óvíða sem hægt...

thumbnail
hover

Bakaður saltfiskur

Lífið er saltfiskur, eða var það á árum áður að minnsta kosti, þegar saltfiskur var einhver mikilvægasta útflutningsafurð Ísl...

thumbnail
hover

Steikt bleikja með jógúrtsósu, brenndu spergilkáli...

Nú er það bleikja, einstaklega fallegur og góður fiskur. Norðurheimsskautsfiskur sem á sér engan líka. Bleikjan veiðist í ám og ...