Þorskur með mosarella og tómötum

Nú skellum við okkur í þorskinn í tilefni fiskveiðiáramótanna. Við höfum þetta bara einfalt og gott og njótum þess borða ferskan hágæða fisk með hollu grænmeti og góðum osti.

Innihald:

500 gr ýsa eða þorskur

1 tsk salt

1-2 tsk eðalkrydd frá Pottagöldrum

1 msk góð olía

1 rauð paprika

1 gul paprika

1/2 brokkolí haus

1 askja cherry tómata

2 msk mosarella ostur

Aðferð:

Olía í eldfast mót.  Fiski raðað í mótið, saltað og kryddað. Paprika og brokkolí skorið niður smátt og steikt smá stund á pönnu, ásamt 1/2 dl vatni svo það brenni ekki við og látið malla í 4-5 mín. Grænmeti hellt yfir fiskinn ásamt vökva sem hefur myndast. Ostur og tómatar sett yfir og inní 190°ofn í sirka 10 mín.

Borið fram með kotasælu, grænu salati og brosi á vör í góðum félagsskap!

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Pönnusteiktur þorskur í í hvítvíni með...

Nú er rétti tíminn til að fá sér þorsk, vertíðin komin á fullt og ferskan þorsk af fá sem aldrei fyrr. Þessi uppskrift á einhv...

thumbnail
hover

Humar fátæklingsins

Nú er úr vöndu að ráða. Humarstofninn í algjöru lágmarki, verð hátt og framboð væntanlega minnkandi. En þorskurinn gæti bjarg...

thumbnail
hover

Rækja með kókoskarrý

Karrý og kókosmjólk fara mjög vel saman í alls konar rétti með austurlensku ívafi. Við komumst yfir þessa dásamlegu uppskrift í ...