Þorskur með mosarella og tómötum

Nú skellum við okkur í þorskinn í tilefni fiskveiðiáramótanna. Við höfum þetta bara einfalt og gott og njótum þess borða ferskan hágæða fisk með hollu grænmeti og góðum osti.

Innihald:

500 gr ýsa eða þorskur

1 tsk salt

1-2 tsk eðalkrydd frá Pottagöldrum

1 msk góð olía

1 rauð paprika

1 gul paprika

1/2 brokkolí haus

1 askja cherry tómata

2 msk mosarella ostur

Aðferð:

Olía í eldfast mót.  Fiski raðað í mótið, saltað og kryddað. Paprika og brokkolí skorið niður smátt og steikt smá stund á pönnu, ásamt 1/2 dl vatni svo það brenni ekki við og látið malla í 4-5 mín. Grænmeti hellt yfir fiskinn ásamt vökva sem hefur myndast. Ostur og tómatar sett yfir og inní 190°ofn í sirka 10 mín.

Borið fram með kotasælu, grænu salati og brosi á vör í góðum félagsskap!

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sítrónufiskur fyrir 4

Fiskur og aftur fiskur, en aldrei eins. Hvorug þessi fullyrðing er sennilega rétt. En gott er að borða fisk oft í viku og fjölbreytil...

thumbnail
hover

Snöggsteiktur hörpudiskur með spergli og litlum...

Nú er það veisla. Tilraunaveiðar á hörpudiski hefjast á ný í haust og því upplagt að vera með uppskrift að hörpudiski. Við l...

thumbnail
hover

Fiskur og franskar á indverska vísu

Við förum núna í framandi útgáfu á fiski og frönskum. Leitum í indverska matargerð og teljum að íslenskur gæðafiskur henti afs...