Þorskur með mozzarella og tómötum

Þorskurinn er alltaf góður, ferskur og fallegur nánast beint upp úr bátnum í flökun og á diskinn okkar. Það er óvíða sem hægt er að fá jafngóðan þorsk og hér á Íslandi. Hágæða fiskur úr sjálfbærum veiðum.
Þorskinn má, eins og flestir vita, elda á óteljandi vegu og þess vegna ætti enginn að fá leið á honum. Mikilvægt er að borða fisk helst tvisvar í viku til að fá úr honum helling af vítamínum og hollum fitusýrum. Þessi uppskrift er ættuð frá Alaska.

Innihald:

3 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu, þurrkaðir og saxaðir
½ bolli steinlausar ólífur að eigin vali
4 stykki af þorskflökum 100 til 150 gr hvert
ólífuolía
salt og pipar
4 þunnar sneiðar af mozzarella osti
nokkrir cherry tómatar
fersk basilíka

Aðferðin:

Hitið ofninn í 220 gráður. Smyrjið ofnfast mót innan með ólífuolíu. Blandið saman ólífum og sólþurrkuðu tómötunum í skál.

Þurrkið fiskstykkin með pappírsþurrku. Penslið stykkin báðum megin og leggið í eldfasta mótið. Bakið fiskinn í ofninum í 5 mínútur.

Takið fiskinn út út ofninum og kryddið með salti og pipar. Dreifið tómatblöndunni yfir fiskinn. Leggið ostsneiðarnar þar ofan á og síðan cherrytómatana og ýrið smávegis af ólífuolíu yfir.

Setjið fiskinn aftur inn í ofninn og bakið í 5 til 6 mínútur, eða þar til fiskurinn er bakaður í gegn.

Berið fram með góðu salati, hrísgrjónum eða soðnum kartöflum.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinns...

thumbnail
hover

Pönnusteiktur hörpudiskur með læmi og kóríander

Hörpudiskur er mikill hátíðamatur enda oftast hafður þegar góða veislu gjöra skal. Hann er fremur dýrt hráefni, en vel þess vir...

thumbnail
hover

Fiskur í kókoskarrý

Nú leiðum við saman indverska matreiðslu og íslenskan hágæða fisk. Þetta er blanda sem passar ótrúlega vel saman. Uppskriftin er ...