-->

Þorskur í raspi í uppáhaldi

Maður vikunnar að þessu sinni er reynslubolti á línuveiðum. Hann hefur verið að mokfiska á línu bátinn Jóhönnu Gísladóttur undanfarin ár, en auk þess hefur hann brugðið sér á túnfiskveiðar á sumrin. Haraldur Einarsson hefur mikinn áhuga á mótorhjólum og langar í frí, annaðhvort norður á Strandir eða í sól erlendis.

Nafn:

Haraldur Einarsson. 

Hvaðan ertu?

Frá Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Ég er einhleypur.

Við hvað starfar þú núna?

 Ég er skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttur GK.

Hvenær hófst þú fyrst störf við sjávarútveg?

Ég hóf störf við sjávarútveg í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða árið 1964.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það skemmtilegasta er þegar það er gott fiskirí.

En það erfiðasta?

Það erfiðasta eru þessar helvítis brælur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég hef ekki lent í neinu skrýtnu.

Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er Jens Óskarsson, skipstjóri.

Hver eru áhugamál þín?

Helsta áhugamál mitt er mótorhjól.

Hver er uppáhaldsmatur þinn?

Það er þorskur í raspi.

Hvert færir þú í draumafríið?

Draumafríið mitt er að fara á norður á Strandir eða eitthvert í sól erlendis.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ólöglegar eða ósiðlegar uppsagnir!

Uppsagnir hjá Hafrannsóknastofnun í nóvember voru ýmist ólöglegar eða ósiðlegar að mati fyrrum fjármála- og mannauðsstjóra st...

thumbnail
hover

Mörg handtök í Haustaki

Þau eru mörg handtökin hjá starfsmönnum Haustaks á Reykjanesi. Á góðum degi setja þeir um 700 pakka af hausum í gám til útflutn...

thumbnail
hover

Kaup á Kambi og Grábrók staðfest

Hluthafafundur Brim hf. samþykkti eftirfarandi tillögur, annars vegar tillögu um staðfestingu á kaupum á öllu hlutafé í Fiskvinnslu...