„Þróunarkvótar“ í boði i Færeyjum

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið auglýsir nú eftir umsóknum um „þróunarkvóta“, eða menningarkvotur, eins og það heitir á færeysku. Í ár eru í boði 41.912 tonn af kolmunna, 8749 tonn af makríl og 7.510 tonn af norsk-íslenskri síld. Frestur til að sækja um er til 28. maí.

Skilyrði fyrir mögulegri úthlutun er að nákvæmlega sé lýst í hverju verkefnið felst. Á hvaða stöðum á eyjunum verkefni verði unnið. Koma skal fram um hve mikið magn sótt er um og hvert markmiðið sé. Lýst skal hvernig verkefnið auki virði afurðanna, starfsemi, fjölgi störfum, hverjar áætlaðar tekjur eru á þeim stöðum sem unnið er. Þá þarf að liggja fyrir framkvæmdaáætlun og fjármögnun og hvernig nýta skuli aflaheimildirnar til virðisauka frá veiðum, vinnslu og sölu á markaði.
Þróunarkvótarnir eru til eins, tveggja, þriggja eða fjögurra ára, en af heildarúthlutun skal að minnsta kosti fjórðungur nýtast inna fyrsta ársins.

Þessum veiðiheimildum má ýmist úthluta til einstaklinga eða félaga sem uppfylla skilyrði um eignaraðild og eru til heimilis í Færeyjum samkvæmt lögum fiskveiðar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Í skrúfustærðinni liggur olíuhundurinn grafinn

Nýr ísfiskstogari Vinnslustöðvarinnar, Breki, gerir gott betur en að uppfylla væntingar útgerðar og áhafnar til skipsins í fyrstu ...

thumbnail
hover

Marel gengur frá kaupum á MAJA

Marel tilkynnti 25. júlí síðastliðinn að fyrirtækið hefði samþykkt kaup á MAJA, þýskum framleiðenda matvinnslubúnaðar. Samke...

thumbnail
hover

Tvöfalda framleiðslu á hrognkelsum

Fyrirtækið Ocean Matters í Wales hefur nú í hyggju að tvöfalda eldi sitt á hrognkelsi eftir að hafa tryggt sér fjármögnun upp á...