-->

Þung viðurlög við dýraníði

Matvælastofnun hefur heimild til að beita sektum upp á allt að eina milljón króna eða kæra mál til lögreglu varði þau brot á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Dýravaktar Matvælastofnunar í færslu um mál tveggja skipverja sem skáru sporð af lifandi hákarli og hentu í sjóinn. Þar segir jafnframt að málið sé til rannsóknar hjá stofnuninni.

Skipverjarnir tveir á Bíldsey SH 65 birtu myndband af verknaðinum á samfélagsmiðlum og þar mátti heyra þá hlæja að sporðlausu, blæðandi dýrinu. Útgerðin Sæfell hefur sagt þeim upp störfum.

Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, sagði í samtali við fréttastofu í dag að allt bendi til þess að skipverjarnir hafi margbrotið lög um velferð dýra og að þeir geti átt yfir höfði sér sekt eða fangelsisvist.

„Maður særir ekki dýr og sleppir því lausu vitandi það að það mun að mestum líkindum veslast upp og deyja í þjáningu, “ sagði Þóra.

Frétt af ruv.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...

thumbnail
hover

Annir í Sjávarklasanum

Síðustu dagar í Sjávarklasanum hafa verið annasamir við móttöku gesta. Gestir frá Kyrrahafinu með sjávarútvegsráðherra Fiji í...