Trefjar selja bát til Ombo í Noregi

Trefjar hafa afgreitt nýjan Cleopatra bát til Ombo í nágrenni Stavanger í Noregi.
Kaupandi bátsins er Odd-Cato Larsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Prince. Báturinn mælist 14brúttótonn. Prince er af gerðinni Cleopatra 36.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC.
Báturinn er einnig útbúin með tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til netaveiða.
Veiðibúnaður kemur frá Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15 380  lítra kör í lest. Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er staðsett í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar. Salerni með sturtu er í lúkar.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Enn berst síldin að landi

Enn veiða Síldarvinnsluskipin norsk-íslensku síldina. Beitir NK er á landleið með rúmlega 900 tonn og er væntanlegur fljótlega eft...

thumbnail
hover

Samdráttur í sölu á laxi og...

Umtalsverður samdráttur í sölu afurða úr uppsjávarfiski og laxi frá Færeyjum á fyrstu átta mánuðum ársins leiddi til þess að...

thumbnail
hover

Axel endurkjörinn formaður LS

Axel Helgason var á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda endurkjörinn formaður sambandsins. Hann var einn í kjöri. Á fundinum var...