-->

Túnfiskurinn kistulagður

Það var handagangur í öskjunni hjá Vísi hf. í Grindavík í morgun þegar verið var að ganga frá 19 túnfiskum til útflutnings. Fiskurinn kemur í land ísaður í stóru kari, hver fyrir sig vafinn innan í klæði til að koma í veg fyrir skemmdir af völdum íssins. Um borð er hann sporskorinn, tálknin fjarlægð og gert að honum.
Í landi er fiskurinn hausskorinn og snyrtur eftir kúnstarinnar reglum undir eftirliti japansks sérfræðings. Hann er svo settur í kistu úr frauðplasti og kafísaður og gengið mjög vandlega frá honum. Meðal annars er síritari fyrir hitastig settur í hverja kistu. Segja má að fiskurinn sé kistulagður fyrir „útförina“.
En látum meðfylgjandi myndband sem tekið var í morgun tala sínu máli.
https://www.youtube.com/watch?v=BhnPEx6hlM4&feature=youtu.be