-->

Tvö tonn af rusli úr Mölvík

Sund­hóp­ur­inn Mar­glytt­urn­ar, Blái her­inn og hóp­ur sjálf­boðaliða, alls um sex­tíu manns, tíndu upp um tvö tonn af rusli í Möl­vík við Grinda­vík í gærkvöldi. Soffía Sig­ur­geirs­dótt­ir, ein af Mar­glytt­un­um, sagði í samtalið við mbl.is að ár­ang­ur­inn væri mjög góður miðað við aðeins tveggja tíma verk.

„Þessi fjara var hreinsuð fyr­ir tæp­lega fjór­um árum síðan. Þá var nán­ast eins og hún hefði verið ryk­suguð en þrátt fyr­ir það náðum við að taka sam­an tvö tonn,” seg­ir hún og nefn­ir að ýmsu úr sjáv­ar­út­veg­in­um skoli á land í fjör­unni ásamt skot­hylkj­um, brotn­um leir­dúf­um og eyrna­töpp­um frá skot­veiðimönn­um. Mest hafi verið um plast og veiðafæri í fjör­unni samkvæmt færslu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, tók þátt í hreins­un­inni og stóð hann sig gríðarlega vel að sögn Soffíu, enda mik­ill um­hverf­is­vernd­arsinni. „Það er virki­lega ánægju­legt að hann hafi lagt þessu lið. Þetta er svo brýnt fyr­ir okk­ur. Við vilj­um hafa Ísland hreint og sjó­inn hrein­an svo að bæði við sjó­sunds­fólkið og fisk­arn­ir geti synt í hrein­um sjó og að við get­um borðað hrein­an fisk en ekki mengaðan af plasti.”

Mar­glytt­urn­ar synda boðsund yfir Ermar­sundið í byrj­un sept­em­ber til að vekja at­hygli á plast­meng­un í hafi og safna um leið áheit­um fyr­ir Bláa her­inn. Hægt er að styrkja verk­efnið í gegn­um Aur-appið en síma­núm­erið er 788-9966.

„Við von­um að lands­menn styrki Bláa her­inn í gegn­um okk­ur. Hann hef­ur starfað við strands­hreins­un í 24 ár og það er gríðarlega þarft verk að halda hon­um gang­andi,” seg­ir Soffía.

Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins sagðist hafa verið í skýjunum í samtali við heimasíðu Grindavíkur. Merkilegt hafi verið að sjá hversu miklu rusli skolar á land á stað sem var hreinsaður svo vel fyrir fjórum árum.

Meðfylgjandi myndir tók Kolbrún Björnsdóttir fyrir vefsíðu Grindavíkur

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Loðnan vó þungt þrátt fyrir brest

„Útflutningsverðmæti uppsjávarafurða nam tæplega 50 milljörðum króna á árinu 2019, sem er nánast á pari við árið 2018. Þe...

thumbnail
hover

Manni bjargað af báti í nótt

Mannbjörg varð í nótt er sjómanni á litlum fiskibát var komið til bjargar rétt norðan við Voga á Vatnsleysuströnd eftir að han...

thumbnail
hover

Hörpudiskur með basilíku og hvítlauk

Þessi réttur er kjörinn fyrir elskendur á öllum aldri. Þó Valentínusardagurinn sé liðinn eru í raun allir dagar dagar elskenda. G...