Unga fólkið borðar allt of lítið af fiski

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matreiðslu fisks er talin helsta skýringin. Aðeins fjórðungur fólks á aldrinum 18 til 34 ára segir að því gangi ekki vel að matreiða sjávarafurðir heima fyrir.

Þetta kemur fram í rannsókn bresku rannsóknastöðvarinnar fyrir sjávarútveg, Seafish, en hún kemur í kjölfar umfjöllunar breska læknaritsins The Lancet. Þar segir að fimmta hvert dauðsfall í heiminum megi rekja til lélegs mataræðis. Einn að ráðandi þáttum þar er skortur á Omega 3 fitusýrum, en þær eru ríkulegar í sjávarfanginu.

Neysla sjávarafurða tvisvar í viku, þar af annarrar máltíðarinnar úr feitum fiski, eins og laxi, túnfiski eða lúðu til dæmis, nægir til að neytandinn fá það magn Omega 3 fitusýra sem heldur starfsemi heila, hjarta með heilbrigðum hætti og blóðþrýstingi innan eðlilega marka. Það lækkar hættuna á sykursýki og Alzheimer og viðheldur góðri húð, hári og nöglum.
Haft er eftir fulltrúa Seafish, Marcu Coleman, að minnkandi neysla sjávarafurða, sem eru næringarríkar og innihalda Omega 3 fitusýrur, sé mikið áhyggjuefni, því neysla þeirra stuðli að betri heilsu neytenda.
Rannsóknir sýni að neysla Omega 3 fæðubótarefna í stað sjávarafurða skili ekki sömu jákvæðu áhrifum og neysla fisks og skelfisks geri. Sú staðreynd ásamt niðurstöðu The Lancet staðfesti að það sé æ mikilvægara fyrir fólk á öllum aldri að neyta ráðlagðs skammt af fiskmeti, tveggja máltíða á viku. Um það bil tveir þriðju af íbúum heimsbyggðarinnar borð ekki nægilega mikið af fiski.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...