Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinnslunni af ýmsum orsökum. Þá getur verið snúið að koma honum ferskum til kaupenda þegar veður eru válynd og samgöngur erfiðar.

Hitt er hins vegar ekkert snúið, þegar að neytendum kemur. Fiskurinn góði skilar sér alltaf í verslanir ferskur og fallegur. Það eina sem við þurfum að gera gera er að sækja þorskinn út í búð og gera úr honum einfaldan og hollan veislumat. Og ef hugmyndaflugið fyrir eldamennskuna er í lægra lagi, er bara að kíkja inn á Kvótann, en þar er að finna um 300 uppskriftir að gómsætum sjávarréttum. Hér kemur uppskrift númer 305

Innihald:

800g góðir þorskhnakkar

3 hálfar papríkur, rauðar, gular og grænar

um 1 dl góð matarolía

250 g af nýjum kartöflum skornar í hæfilega bita

1 rauðlaukur gróft saxaður.

Safi úr einni sítrónu

Gott stökkt brauð

Aðferð:

Hellið olíunni á góða steikarpönnu og hitið vel. Steikið laukinn og kartöflurnar í olíunni uns kartöflurnar eru orðnar gullnar.

Bætið papríkunni út á pönnuna og látið mýkjast. Setjið fiskinn í hæfilegum bitum út á pönnuna og lokið henni og látið malla í um 5 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og grænmetið orðið mjúkt.

Berið fram með grófu brauði og salati að eigin vali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...