Valdimar G. ráðinn stýrimaður á Kap VE

Vinnslustöðin hefur ráðið Valdimar Gest Hafsteinsson sem fyrsta stýrimann á Kap VE-4. Hann kemur af Frá VE en leysti af á Kap í sumar og hefur verið í afleysingum víðar í flota VSV. Rætt er við hann á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

„Ég geri ráð fyrir að flytja mig yfir á Kap um eða upp úr miðjum nóvember. Það leggst vel í mig, nú eru spennandi tímar framundan,“ sagði Valdimar, nýkominn í land í Eyjum úr veiðiferð með Frá þar sem hann hefur verið fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri undanfarin ár.

Hann kemur á kunnuglegar slóðar í Kap, enda í afleysingum þar mestallt sumarið 2018. Valdimar leysti líka af á Sindra VE á árinu 2017 og í janúar 2018. Sé horft lengra inn í fortíðina var hann í áhöfn Gandí VE þegar sú útgerð sameinaðist Vinnslustöðinni og sömuleiðis kom hann við sögu afleysinga á gamla Ísleifi.

Stundaðar eru botnfiskveiðar á Frá en senn færir Valdi sig ofar í sjónum og sækir uppsjávarfisk með tilheyrandi veiðarfærum á Kap. Það leggst vel ljómandi í vel í Vestfirðinginn sem kom til Vestmannaeyja til náms í Stýrimannaskólanum 1987, var kyrrsettur þar og lét sér vel líka. Enda stóð Guðbjörg Lilja Þórarinsdóttir að kyrrsetningunni og nú eru þau þremur börnum ríkari og góðri slökun á Balí nú í október að auki. Meðfylgjandi mynd var einmitt sjálftekin af þeim þar og Búdda að auki.

„Þegar ég kom til Eyja fyrst þekkti ég engan nema strák að vestan sem hafði verið lengi til sjós héðan. Það hefði kannski legið beint við að fara í Stýrimannaskólann fyrir sunnan en ég var spenntari fyrir Eyjum en Reykjavík. Þar veðjaði ég rétt!

Ég fæddist og ólst upp á Þingeyri, þar eru ræturnar og foreldrar mínir búa vestra. Samt tel ég mig vera meiri Eyjamann en Vestfirðing, enda hef ég verið búið hér í liðlega 30 af alls 50 æviárum og stuðlað að því að styrkja kyn Eyjamanna með vestfirskum genum.“

  • Óhjákvæmilegt er að skjóta því þá hér inn að 3. desember fagnar nýbakaður 1. stýrimaður á Kap fimmtugsafmæli.

„Ég fór fyrst á sjó sextán ára gamall eftir að skyldunámi lauk og var á línubátum og togurum heima. Engin sérstök áform voru uppi um að hreyfa sig í aðra landshluta en svona gerast hlutirnir.

Hingað kom ég og hér er ég. Í Eyjum er mjög gott að vera. Vissulega er hægt að láta samgöngumálin fara í taugarnar á sér en ég nenni ekki að pirra mig til lengdar á Herjólfi, lífið er of stutt og gott til þess.“

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...